Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 07:00 Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hefur horft upp á menn klikka á mörgum færum. Vísir/Eva Björk Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira
Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Sjá meira