Aron: Strákarnir þurfa að svara fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar 24. janúar 2015 07:00 Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, hefur horft upp á menn klikka á mörgum færum. Vísir/Eva Björk Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Það er komið að ögurstundu íslenska landsliðsins á HM í Katar. Eftir skelfilega frammistöðu og ellefu marka tap gegn Tékklandi í fyrradag eru strákarnir í þeirri stöðu að þurfa að vinna öflugt lið Egyptalands sem gæti allt eins verið að spila á heimavelli - slíkur er stuðningur þeirra fjölmörgu Egypta sem hér eru staddir í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart fékkst í gær staðfest að Aron Pálmarsson muni ekki spila með Íslandi í dag og jafnvel ekki meira á mótinu. Örnólfur Valdimarsson, læknir íslenska liðsins, staðfesti að Aron væri með einkenni heilahristings en hann fór af velli á 24. mínútu leiksins gegn Tékklandi eftir að hafa fengið högg undir kjálkann.Vont að vera án Arons „Aron er góður leikmaður og það er vont að vera án hans. En það þýðir ekki að velta sér upp úr leikmönnum sem ekki eru til staðar. Við þurfum að einbeita okkur að þeim leikmönnum sem munu spila í leiknum og að kalla fram góða frammistöðu frá þeim,“ sagði Aron ákveðinn í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska liðsins í Doha í gær. „Við erum að vinna í því að koma ábyrgðinni á fleiri menn. Menn þurfa að átta sig á því að allir þurfa að taka á sig meiri ábyrgð og axla hana,“ bætir þjálfarinn við.Áhyggjur af sveiflunum Heilt yfir hefur vantað of mikið upp á frammistöðu Íslands í keppninni í Katar. Liðið virtist á réttri leið með góðri frammistöðu gegn Frakklandi á þriðjudag en svo kom hrunið gegn Tékkum. „Í dag snýst þetta um að menn líti í eigin barm og að allir geti unnið með sitt til að bæta liðið. Ef allir sinna sínu, hafa sitt á hreinu og mæta klárir í leikinn þá getum við sem lið staðið betur saman og notað sameiningarkraftinn til að spila vel á ný,“ segir Aron en viðurkennir að sveiflurnar séu of miklar í liðinu. „Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hversu langt er á milli mjög góðrar frammistöðu annars vegar og mjög slakrar hins vegar. það er eitthvað sem þarf að finna lausnir á,“ segir Aron. „Við þurfum að geta lagt allt þetta til hliðar. Það eina sem gildir er leikurinn á morgun [í dag] og að fá okkur til að rísa upp úr öskustónni.“Gæði til að nýta dauðafærin Skotnýting íslenska liðsins hefur verið með eindæmum slök og fá lið nýta skot sín verr en íslenska liðið. Gegn Tékkum var hún aðeins 43 prósent og þeir Aron Pálmarsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samanlagt aðeins eitt mark úr átján skotum. „Það getur verið erfitt fyrir þjálfara að stýra því hvernig menn nýta skotin sín,“ segir Aron aðspurður um þennan þátt í íslenska liðinu. „Það geta margar ástæður legið þar að baki – spennustig, sjálfstraust og hvernig menn eru undirbúnir fyrir það að spila gegn ákveðnum markvörðum svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Aron. „Við getum reynt að stilla spennustigið fyrir leikmannahópinn en þegar menn eru komnir út í sín dauðafæri þarf hver og einn að hafa nægilega mikil gæði til að klára þau. Hver og einn þarf að vinna í því hjá sjálfum sér.“Þurfa að svara fyrir sig Það er ekki annað sjá en að það hafi ríkt góð stemning í íslenska landsliðinu og ríki enn. Það sé því ekki vandamál en nú reyni á skapgerð hvers og eins leikmanns að mati Arons. „Strákarnir þurfa að svara fyrir sig. Þeir þurfa að svara fyrir síðasta leik og koma til baka. Það skiptir öllu máli. Við þurftum ekkert að endurskoða taktíkina okkar gegn Tékkum því fyrst og fremst snerist okkar vandi um hugarfarslegt ástand leikmanna. Nú er það stóra málið fyrir morgundaginn.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
HM 2015 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira