Handbolti

Landin: Hlakka til að kynnast nýjum íslenskum þjálfara

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
Niklas Landin.
Niklas Landin. Vísir/Getty
Niklas Landin skrifaði á síðasta ári undir samning við THW Kiel, þýsku meistarana sem Alfreð Gíslason þjálfar. Þangað fer hann eftir að tímabili hans með Rhein-Neckar Löwen lýkur í vor.

Niklas Landin blómstraði undir stjórn Rhein-Neckar Löwen og komst í hóp bestu markvarða heims en oftar en ekki hefur hann varið frábærlega í marki Dana á stórmótum.

„Ég þekki ekki Alfreð vel en ég hlakka virkilega mikið til að fara til Kiel og ég er spenntur að sjá hvað næsti íslenski þjálfari gerir,“ segir Landin brosandi en Guðmundur Guðmundsson þjálfaði hann hjá tveimur félagsliðum og er nú landsliðsþjálfarinn hans.

„Ég veit ekki hvað það er sem gerir íslenska þjálfara svona góða en þeir eru úti um allt. Það er ótrúlegt,“ segir Landin.



Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×