Skelfingin að sakna smóksins Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. janúar 2015 07:00 Nokkur ár eru liðin frá því ég lagði herra Nikótín að velli. Ég spurði mig fyrir stystu hvort ég saknaði kauða og var svarið satt að segja svo óhuggulegt að ég svaf vart næstu dægur. Ég komst nefnilega að því að ég sakna þess ekki í raun að sjúga í mig kosmíska krafta. Hins vegar sakna ég, þó ótrúlegt megi virðast, smóksins og þá á ég við þessu andstyggilegu skúmaskot sem okkur reykingafólki voru ætluð. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ gátum við, til að byrja með, reykt í anddyrinu og þar hitti ég skólaskáld gott, sem reyndar er nú á meðal okkar bestu rithöfunda. Hann var þá nýkominn af miðilsfundi þar sem hann atti kappi við sjálfan Bólu-Hjálmar, þar bitu aldeilis vopnin hans Braga. Síðan vorum við rekin í gám nokkurn, hrollkaldan, illalyktandi og dimman. Þar reykti ég oft með mælskumanni miklum sem þuldi utanbókar heilu kaflana úr Íslandsklukkunni endar var aðbúnaðurinn engu betri en sá sem Jón Hreggviðsson varð að gera sér að góðu á sinni ævintýralegu ævi. Með félögum mínum í blaðamennskunni hef ég margar retturnar reykt í hrollköldum skýlum í bleytu og fnyk. Þaðan á ég hins vegar alveg dásamlegar minningar. Oft gafst mér þá færi að ræða einslega við gamlan sjóara sem sagði mér af slagsmálum í erlendum höfnum. Eitt sinn treysti ég þessum vini mínum fyrir því að ég væri með bólur í klofi og hefði ég mikla áhyggjur af gangi mála. Bað ég hann síðan að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann. Hann varð við því en reyndar kallaði hann mig Hjálmar í nokkra daga á eftir en varðist fimlega þegar hann var inntur eftir ástæðunni. Söknuðurinn eftir þessum hræðilegu fylgsnum veldur mér mikilli vanlíðan. Á maður kannski eftir að sakna alls þess versta þegar yfir lýkur? Hugsum okkur að Lykla-Pétur komi að mér í himnaríki og segi: „Æ Jón minn, voðalega ertu daufur, þú saknar væntanlega fólksins á jörðinni og lífsins lystisemda?“ Miðað við smók-reynsluna þá er ég vís með að svara: „Nei, ég sakna bara svo rosalega mánudagsmorgnanna.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun
Nokkur ár eru liðin frá því ég lagði herra Nikótín að velli. Ég spurði mig fyrir stystu hvort ég saknaði kauða og var svarið satt að segja svo óhuggulegt að ég svaf vart næstu dægur. Ég komst nefnilega að því að ég sakna þess ekki í raun að sjúga í mig kosmíska krafta. Hins vegar sakna ég, þó ótrúlegt megi virðast, smóksins og þá á ég við þessu andstyggilegu skúmaskot sem okkur reykingafólki voru ætluð. Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ gátum við, til að byrja með, reykt í anddyrinu og þar hitti ég skólaskáld gott, sem reyndar er nú á meðal okkar bestu rithöfunda. Hann var þá nýkominn af miðilsfundi þar sem hann atti kappi við sjálfan Bólu-Hjálmar, þar bitu aldeilis vopnin hans Braga. Síðan vorum við rekin í gám nokkurn, hrollkaldan, illalyktandi og dimman. Þar reykti ég oft með mælskumanni miklum sem þuldi utanbókar heilu kaflana úr Íslandsklukkunni endar var aðbúnaðurinn engu betri en sá sem Jón Hreggviðsson varð að gera sér að góðu á sinni ævintýralegu ævi. Með félögum mínum í blaðamennskunni hef ég margar retturnar reykt í hrollköldum skýlum í bleytu og fnyk. Þaðan á ég hins vegar alveg dásamlegar minningar. Oft gafst mér þá færi að ræða einslega við gamlan sjóara sem sagði mér af slagsmálum í erlendum höfnum. Eitt sinn treysti ég þessum vini mínum fyrir því að ég væri með bólur í klofi og hefði ég mikla áhyggjur af gangi mála. Bað ég hann síðan að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann. Hann varð við því en reyndar kallaði hann mig Hjálmar í nokkra daga á eftir en varðist fimlega þegar hann var inntur eftir ástæðunni. Söknuðurinn eftir þessum hræðilegu fylgsnum veldur mér mikilli vanlíðan. Á maður kannski eftir að sakna alls þess versta þegar yfir lýkur? Hugsum okkur að Lykla-Pétur komi að mér í himnaríki og segi: „Æ Jón minn, voðalega ertu daufur, þú saknar væntanlega fólksins á jörðinni og lífsins lystisemda?“ Miðað við smók-reynsluna þá er ég vís með að svara: „Nei, ég sakna bara svo rosalega mánudagsmorgnanna.“
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun