Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2015 20:29 Fokkerinn að koma til lendingar á litlu flugbrautinni í hvassviðrinu í gærkvöldi. Hallgrímskirkja og Landsspítalinn í baksýn. Myndir/Valgeir Ólason. Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00