Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:48 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna. Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna.
Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48