Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa Anna Soffía Óskarsdóttir skrifar 17. mars 2015 00:00 Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Erfiðum tíma á sjúkrahúsi og í endurhæfingu er lokið. Sá slasaði hlakkar til að takast á við venjulegt líf að nýju. Smám saman hrannast upp erfiðleikar. Líkaminn er í lagi, en tilveran er orðin mikið erfiðari, hlutirnir ganga ekki upp heima eða í vinnunni, fjölskyldan sér breyttan einstakling og vinirnir framtaksleysi og skort á áhuga. Einstaklingurinn reynist óvinnufær, eða flosnar upp úr námi, en það sést engin fötlun utan frá. Framtaksleysi, eirðarleysi, skapsveiflur, skortur á athygli og gleymska eru algengar afleiðingar heilaskaða. Einnig skortur á innsæi í eigið ástand. Að ráða skyndilega ekki við þau verkefni sem áður reyndust einföld veldur andlegri vanlíðan sem sýnir sig í kvíða, þunglyndi og skapsveiflum, auk þess sem heilaskaðinn sjálfur getur orsakað þessi einkenni. Allir þessir þættir geta valdið alvarlegum röskunum í daglegu lífi. Margir einangrast félagslega, glíma við skert sjálfstraust og eiga í erfiðleikum með nýja sjálfsmynd við breyttar lífsaðstæður. Árlega þurfa 50-80 einstaklingar á Íslandi sérhæfða endurhæfingu vegna heilaskaða. Helstu ástæður eru umferðarslys, föll og ofbeldisáverkar. Einnig valda heilablóðfall og sjúkdómar heilaskaða. Lítil úrræði eru í íslenska velferðarkerfinu eftir að bráðameðferð lýkur. Það vantar stað sem býður upp á dagleg viðfangsefni sem hafa tilgang. Þar sem er tækifæri til að leita uppi hvað einstaklingurinn er fær um að gera, þar sem hann getur upplifað að jafnvel lítið vinnuframlag hans skipti máli. Þar sem hann fær tækifæri til að byggja upp nýja jákvæða sjálfsmynd með nýja sýn á styrkleika og kosti.Þörf fyrir Höfuðhús Hovedhuset í Danmörku og hugmyndafræði Club-House hreyfingarinnar er fyrirmynd. Þar kemur fólk og leggur af mörkum það sem það er fært um. Það er þörf fyrir vinnuframlagið, því launaðir starfsmenn eiga ekki að anna öllum störfum. Það þarf að svara í síma, vökva blóm, búa til mat og ganga frá. Skrifstofustörf af ýmsu tagi er hægt að brjóta niður í viðráðanleg verkefni. Tiltekt og fjölbreytt smáverk af ýmsu tagi. Tækifæri til að vinna að áhugamáli eða námi með nauðsynlegum stuðningi. Hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina: víst get ég dugað til einhvers. Hér er áherslan á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Að gera sýnilegt það sem einstaklingurinn getur gert og finna vannýtta hæfileika. Mikilvægast er að eflast skref fyrir skref og uppgötva styrkleika sína. Leggja áherslu á öll litlu verkin í stóra viðfangsefninu og að deila þeim á þátttakendur eftir áhuga og getu. Tilgangur klúbbhúsanna er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Markmiðin eru að vera hluti af virku vinnusamfélagi, þróa hæfni og félagslega færni, að vera virkur og að eiga innihaldsríkt líf. Lykilorð eru jafnræði og valdefling, að vera þátttakandi og gerandi í eigin lífi. Með réttum stuðningi eykst fólki færni við að sinna viðfangsefnum sem skipta máli. Skuldbinding til að mæta reglulega og leggja sitt af mörkum til starfsemi staðarins er vel til þess fallin að styrkja raunsæjar hugmyndir um eigin getu og möguleika. Það hjálpar einstaklingnum til aukins innsæis gagnvart sjálfum sér og öðrum, eflir sjálfstraust og eykur trú hans á að hafa eitthvað fram að færa. Þannig aukast möguleikar hans á að verða virkur í samfélaginu á ný, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félagslífi. Ljóst er að örlítið félag eins og Hugarfar hefur lítið afl til að berjast fyrir þessari starfsemi. En von okkar er að þeir sem ráðstafa opinberu fé sjái þá brýnu þörf sem er fyrir íslenskt Höfuðhús.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun