Kanarnir í Jökulsárlóni höfðu engan áhuga á Darwin-verðlaununum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2015 11:30 Skjámynd úr myndbandi Þórarins frá því í morgun. „Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Þetta er með því grófara sem maður hefur séð,“ segir Þórarinn Jónsson sem var á ferð með hóp ljósmyndara við Jökulsárlón. Líkt og Vísir greindi frá í morgun blasti við Þórarni og félögum tveir fáklæddir strákar að leika sér á klakanum á meðan kærusturnar hlógu sig máttlausar. Þórarinn segir þetta hafa verið um níuleytið í morgun en fáir voru á ferli. Fólkið hafi verið að fíflast en viðhorfsbreyting hafi orðið er Þórarinn benti þeim á hve djúpt lónið væri auk þess sem það væri fjögurra gráðu kalt vatnið. „Ég spurði þau hvort þau könnuðust við Darwin og þróunarkenninguna,“ segir Þórarinn hlæjandi en hann telur að um bandaríska ferðamenn hafi verið að ræða. Þau hafi áttað sig á skilaboðunum og ekki talið skynsamlegt að gera tilkall til Darwin-verðlaunanna þetta árið. Umræða hefur spunnist um uppátæki Kananna í Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar. Sýnist sitt hverjum. Sumir tala um heimskingja sem verði alltaf til og aðrir benda á að fólkið hafi einfaldlega verið að skemmta sér og gera sér eflaust grein fyrir hættunni.Post by Thorarinn Jonsson. „Fólk er alltaf að deyja. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, á Esjuna eða Herðubreið t.d. Fólk hefur dáið í vélsleðaferðum. Fólk hefur dáið í fjallgöngum, í ísklifri, í íshellum, í fjöruferðum, og jafnvel í bílferðum,“ segir leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson. „Á hverju ári deyr fólk fyrir asnaskap og vegna fákunnáttu. Við ættum kannski að láta fólk gangast undir greindarpróf áður en það kemur hingað. Svo eru sumir (ansi margir jafnvel) sem sækjast eftir áhættu og að taka sénsa.“ Þórarinn tekur að vissu leyti undir orð Barkar. Það væri samt ágætt ef hægt væri að koma í veg fyrir með einhverjum hætti að fólk dræpi sig. „Það endar með því að einhver drepur sig þarna,“ segir Þórarinn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Fækkuðu fötum og fífluðust við Jökulsárlón "Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til,“ segir íslenskur leiðsögumaður. 17. mars 2015 09:55