Fellur ríkisstjórnin á læknadeilunni? Ragnar Victor Gunnarsson skrifar 2. janúar 2015 07:00 Sá sem hér ritar er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í heimilislækningum og einn af fáum læknum á landinu sem ekki á aðild að núverandi kjarasamningaviðræðum ríkisins við lækna. Engu að síður fylgist ég grannt með gangi viðræðna eins og margir landsmenn og hef áhyggjur af stöðu mála. Vakið hefur undrun mína að viðsemjendur lækna skuli tjá sig um gang mála í fjölmiðlum með óábyrgum hætti og t.d. heyrðist nefnt að læknar færu fram á 50% launahækkun, sem mun vera fjarri lagi. Samninganefnd lækna hefur hins vegar sýnt yfirvegun og engar tölur nefnt við blaðamenn enda eiga viðræður heima við samningaborðið og hvergi annars staðar, ekki síst eftir að ríkissáttasemjari hefur málið á sínum snærum. Nú blasir við að ekki hefur náðst samkomulag og stefnir í frekari verkfallsaðgerðir, sem eru læknum á móti skapi en ósveigjanleiki viðsemjanda knýr þá til verka. Laun lækna hafa ekki fylgt launaþróun í landinu, þeir eru undirmannaðir, nýliðun er nánast engin og því verður ríkisstjórnin að taka á sig rögg og semja við lækna. Ekkert annað kemur til greina. Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja lög á aðgerðir lækna. Fari svo hygg ég að þá fyrst verði fjandinn laus. Læknar eru seinþreyttir til vandræða en sú ákvörðun yrði einfaldlega til þess að stór hluti læknahópsins myndi segja starfi sínu lausu. Í Svíþjóð eru læknar eina viku að vinna sér inn fyrir mánaðardagvinnulaunum læknis hérlendis. Þetta er staðreynd. Þorri almennings styður lækna í téðri kjarabaráttu og lagasetning á aðgerðir lækna hefði vafalaust í för með sér að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar hrökklast frá völdum. Því segi ég við ráðamenn: fyrir alla muni semjið við lækna. Slökkva þarf elda. Deilan snýst ekki einvörðungu um að halda læknum á landi voru, heldur að gera kleift að ungir íslenskir sérfræðilæknar erlendis geti hugsað sér að flytja heim. Staðan á Landspítalanum er grafalvarleg og enn verra er ástandið á heilsugæslu í þétt- og dreifbýli. Breyta má þessu ástandi með því að semja sem fyrst við lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í heimilislækningum og einn af fáum læknum á landinu sem ekki á aðild að núverandi kjarasamningaviðræðum ríkisins við lækna. Engu að síður fylgist ég grannt með gangi viðræðna eins og margir landsmenn og hef áhyggjur af stöðu mála. Vakið hefur undrun mína að viðsemjendur lækna skuli tjá sig um gang mála í fjölmiðlum með óábyrgum hætti og t.d. heyrðist nefnt að læknar færu fram á 50% launahækkun, sem mun vera fjarri lagi. Samninganefnd lækna hefur hins vegar sýnt yfirvegun og engar tölur nefnt við blaðamenn enda eiga viðræður heima við samningaborðið og hvergi annars staðar, ekki síst eftir að ríkissáttasemjari hefur málið á sínum snærum. Nú blasir við að ekki hefur náðst samkomulag og stefnir í frekari verkfallsaðgerðir, sem eru læknum á móti skapi en ósveigjanleiki viðsemjanda knýr þá til verka. Laun lækna hafa ekki fylgt launaþróun í landinu, þeir eru undirmannaðir, nýliðun er nánast engin og því verður ríkisstjórnin að taka á sig rögg og semja við lækna. Ekkert annað kemur til greina. Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja lög á aðgerðir lækna. Fari svo hygg ég að þá fyrst verði fjandinn laus. Læknar eru seinþreyttir til vandræða en sú ákvörðun yrði einfaldlega til þess að stór hluti læknahópsins myndi segja starfi sínu lausu. Í Svíþjóð eru læknar eina viku að vinna sér inn fyrir mánaðardagvinnulaunum læknis hérlendis. Þetta er staðreynd. Þorri almennings styður lækna í téðri kjarabaráttu og lagasetning á aðgerðir lækna hefði vafalaust í för með sér að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar hrökklast frá völdum. Því segi ég við ráðamenn: fyrir alla muni semjið við lækna. Slökkva þarf elda. Deilan snýst ekki einvörðungu um að halda læknum á landi voru, heldur að gera kleift að ungir íslenskir sérfræðilæknar erlendis geti hugsað sér að flytja heim. Staðan á Landspítalanum er grafalvarleg og enn verra er ástandið á heilsugæslu í þétt- og dreifbýli. Breyta má þessu ástandi með því að semja sem fyrst við lækna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun