Írar skoða vinnslu þörunga í Stykkishólmi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. janúar 2015 07:45 Allt að átján manns gætu starfað í Stykkishólmi við þörungavinnslu og enn fleiri ef þangskurður og -flutningur er meðtalinn. „Okkur líst prýðilega á þetta en það þarf undirbúning,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um hugmyndir um þörungavinnslu í bænum. Írskir eigendur Kalkþörungafélagsins í Bíldudal hafa kynnt áform um að skera þang og þörunga í Breiðafirði til vinnslu í Stykkishólmi undir merkjum félagsins Deltagen Iceland.Þörungavinnsla hófst á Reykhólum árið 1986, fyrir nærri þrjátíu árum.Fréttablaðið/GVASturla Böðvarsson segir viðræðurnar við forsvarsmenn Deltagen meðal annars hafa snúist um staðsetningu vinnslunnar. Rætt hafi verið um stað nærri hafnaraðstöðu í námunda við skipasmíðastöðina. „Það er verið að tala um fimmtán til átján manna vinnustað. Þar að auki eru þeir sem sinna þangslætti og söfnun á þangi og þróunar- og tæknivinnu og öðrum störfum sem fylgja. Þetta er í samræmi við þeirra áætlanir sem þeir hafa kynnt fyrir okkur og ég hef kynnt í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd og umhverfisnefnd,“ segir Sturla.Sturla BöðvarssonBæjarstjórinn segir bæði þurfa að skoða málið út frá skipulagslegu sjónarhorni og út frá markmiðum um nýtingu auðlinda í Breiðafirði. „Það er talið að það sé tiltölulega lítill partur sem er nýttur,“ segir Sturla sem undirstrikar að málið sé á frumstigi og að stigið verði varlega til jarðar. „Þessir erlendu aðilar virðast átta sig mjög vel á því hvaða kröfur eru gerðar til umhverfismála og annars hér hjá okkur.“ Að sögn Sturlu gera áætlanir Deltagen Iceland ráð fyrir meiri vinnslu á hráefninu en sé í þörungavinnslunni á Reykhólum. „Þeir hjá Reykhólaverksmiðjunni eru að nýta þetta í mjöl en hjá Deltagen eru þeir að tala um að vinna þetta einhverjum þrepum lengra.“ Sturla segir um að ræða samstarfsverkefni sem menn séu áhugasamir um að verði að veruleika. „Við eigum í mjög jákvæðum viðræðum,“ segir bæjarstjórinn. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Okkur líst prýðilega á þetta en það þarf undirbúning,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, um hugmyndir um þörungavinnslu í bænum. Írskir eigendur Kalkþörungafélagsins í Bíldudal hafa kynnt áform um að skera þang og þörunga í Breiðafirði til vinnslu í Stykkishólmi undir merkjum félagsins Deltagen Iceland.Þörungavinnsla hófst á Reykhólum árið 1986, fyrir nærri þrjátíu árum.Fréttablaðið/GVASturla Böðvarsson segir viðræðurnar við forsvarsmenn Deltagen meðal annars hafa snúist um staðsetningu vinnslunnar. Rætt hafi verið um stað nærri hafnaraðstöðu í námunda við skipasmíðastöðina. „Það er verið að tala um fimmtán til átján manna vinnustað. Þar að auki eru þeir sem sinna þangslætti og söfnun á þangi og þróunar- og tæknivinnu og öðrum störfum sem fylgja. Þetta er í samræmi við þeirra áætlanir sem þeir hafa kynnt fyrir okkur og ég hef kynnt í bæjarstjórn og skipulags- og byggingarnefnd og umhverfisnefnd,“ segir Sturla.Sturla BöðvarssonBæjarstjórinn segir bæði þurfa að skoða málið út frá skipulagslegu sjónarhorni og út frá markmiðum um nýtingu auðlinda í Breiðafirði. „Það er talið að það sé tiltölulega lítill partur sem er nýttur,“ segir Sturla sem undirstrikar að málið sé á frumstigi og að stigið verði varlega til jarðar. „Þessir erlendu aðilar virðast átta sig mjög vel á því hvaða kröfur eru gerðar til umhverfismála og annars hér hjá okkur.“ Að sögn Sturlu gera áætlanir Deltagen Iceland ráð fyrir meiri vinnslu á hráefninu en sé í þörungavinnslunni á Reykhólum. „Þeir hjá Reykhólaverksmiðjunni eru að nýta þetta í mjöl en hjá Deltagen eru þeir að tala um að vinna þetta einhverjum þrepum lengra.“ Sturla segir um að ræða samstarfsverkefni sem menn séu áhugasamir um að verði að veruleika. „Við eigum í mjög jákvæðum viðræðum,“ segir bæjarstjórinn.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira