Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 19:19 Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista. Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista.
Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28