Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2015 20:56 Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Pjetur Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Útlit er fyrir að koma muni til boðaðs verkfalls í vikunni hjá nokkrum fagstéttum BHM sem starfa innan sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands segir að verkfallið muni valda tilheyrandi röskun á daglegri starfsemi stofnunarinnar og óþægindum fyrir sjúklinga. „Fyrirséð er að ef til verkfalls kemur mun það hafa umtalsverð áhrif á starfsemi HSU sem veitir þjónustu í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Framkvæmdastjórn HSU hefur yfirfarið undanþágulista aðildarfélaga og borðið saman við vinnufyrirkomulag þeirra starfstétta sem hafa boðað verkfall. Lögð er rík áhersla á að tryggja öryggi sjúklinga í allri þjónustu HSU í verkfallinu með góðri samvinnu við hlutaðeigandi starfsmenn og bandalag þeirra. Bakvaktir eru tryggðar en þó er ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif á rannsóknar- og myndgreiningarþjónustu HSU ásamt þjónustu ljósmæðra, sálfræðinga og sjúkraþjálfara á HSU. Viðbúið er að yfirvofandi verkfall BHM muni hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSU ef aðgerðir dragast á langinn. Komi til verkfalls mun það raska starfsemi HSU eftirfarandi daga:Lífeindafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, kl. 8-12 alla virka daga auk þess sem þau boða verkfall frá kl. 12-16 þann 9. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Geislafræðingar hafa boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista.Sálfræðingar hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Sjúkraþjálfari hafa boðað verkfall þann 9. apríl, kl. 12-16. Hjá þeim er engin undanþága fyrir bakvakt.Ljósmæðrafélag Íslands hefur boðað ótímabundið verkfall frá 7. apríl, alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Bakvakt verður í Vestmannaeyjum og á Selfossi samkvæmt undanþágulista. Aðeins er veitt bráðaþjónusta hjá framangreindum fagstéttum hjá HSU komi til verkfalls. Þeir íbúar Suðurlands og aðrir þeir sem þurfa á þjónustu HSU að halda eru beðnir um að fylgjast með tilkynningum um framvindu mála á heimasíðu HSU og snjáldursíðu HSU en þar munu birtast upplýsingar um þau áhrif sem verkfallið kann að hafa. Verði af boðuðu verkfalli munum við hjá HSU, sem áður, leggja áherslu á að tryggja öryggi í þjónustu við alla sem leita til HSU,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26 Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19 Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Ábyrgðarleysi að boða ekki fund í deilunni fyrr Páll Halldórsson, formaður BHM, segir það fádæma ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar í kjaradeilu ríkisins og félagsins yfir páskana, þrátt fyrir yfirvofandi verkfall. 6. apríl 2015 19:26
Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. 6. apríl 2015 19:19
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Tilkynning frá Landspítalanum: Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða Fresta þarf meginþorra skipulagðra skurðaðgerða og sérhæfðra meðferða, til að mynda hjartaþræðingum, á meðan á verkfalli félaga í BHM stendur. 6. apríl 2015 20:12
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28