Wenger ánægður með Coquelin og Bellerín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2015 12:01 Coquelin hefur skotist upp á stjörnuhimininn á undanförnum vikum. vísir/getty Arsenal hefur verið heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir áramót en Skytturnar hafa unnið sjö deildarleiki í röð og 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Hector Bellerín og Francis Coquelin eru meðal leikmanna Arsenal sem hafa spilað eins og englar í undanförnum leikjum en fæstir áttu eflaust von á því að þeir yrðu í lykilhlutverkum í liði Skyttanna í vetur. Meðal þeirra er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. „Í hreinskilni sagt hefði mig ekki órað fyrir því að Coquelin yrði fastamaður í liðinu. En starf mitt felst í því að vera opinn fyrir öllum möguleikum og taka ákvarðar þegar þess gerist þörf,“ sagði Wenger. Umræddur Coquelin lék sem lánsmaður með B-deildarliði Charlton Athletic fyrra hluta tímabils en var kallaður aftur til baka vegna meiðsla í herbúðum Arsenal. Frakkinn hefur síðan þá fest sig í sessi hjá Skyttunum en hann gegnir mikilvægu hlutverki aftast á miðjunni hjá liðinu.Bellerín hafði góðar gætur á Sterling í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn.vísir/gettyBellerín hefur einnig komið eins og stormsveipur inn í lið Arsenal og skorað tvö mörk í 13 deildarleikjum fyrir Skytturnar. Wenger er einnig hæstánægður með framlag Spánverjans sem kom til Arsenal frá Barcelona aðeins 16 ára gamall. „Frammistaða Bellerín er eitt af því óvæntasta á tímabilinu. Hann var á láni hjá Watford í fyrra og spilaði lítið. Hann er aðeins tvítugur og er þegar orðinn þetta góður,“ sagði Wenger en Bellerín fékk mikið hrós fyrir að halda Raheem Sterling niðri í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn. „Hann átti í höggi við frábæran leikmann í Sterling,“ sagði Wenger um Spánverjann. „Ég valdi hann út af hraðanum sem hann býr yfir og einnig vegna þess hversu neðarlega þyngdarpunkturinn er hjá honum. Þessir eiginleikar komu að góðum notum gegn Sterling. „Hann á eftir að öðlast meiri reynslu en hann er góður að verjast einn á einn og öflugur fram á við,“ sagði Wenger ennfremur en Bellerín skoraði fyrsta mark Arsenal í 4-1 sigrinum á Liverpool. Markið má sjá hér að neðan. Arsenal mætir Burnley á laugardaginn í næsta deildarleik liðsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger og Giroud bestir í mars Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. apríl 2015 14:30 Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag. 4. apríl 2015 14:29 Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. apríl 2015 00:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Arsenal hefur verið heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir áramót en Skytturnar hafa unnið sjö deildarleiki í röð og 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Hector Bellerín og Francis Coquelin eru meðal leikmanna Arsenal sem hafa spilað eins og englar í undanförnum leikjum en fæstir áttu eflaust von á því að þeir yrðu í lykilhlutverkum í liði Skyttanna í vetur. Meðal þeirra er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. „Í hreinskilni sagt hefði mig ekki órað fyrir því að Coquelin yrði fastamaður í liðinu. En starf mitt felst í því að vera opinn fyrir öllum möguleikum og taka ákvarðar þegar þess gerist þörf,“ sagði Wenger. Umræddur Coquelin lék sem lánsmaður með B-deildarliði Charlton Athletic fyrra hluta tímabils en var kallaður aftur til baka vegna meiðsla í herbúðum Arsenal. Frakkinn hefur síðan þá fest sig í sessi hjá Skyttunum en hann gegnir mikilvægu hlutverki aftast á miðjunni hjá liðinu.Bellerín hafði góðar gætur á Sterling í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn.vísir/gettyBellerín hefur einnig komið eins og stormsveipur inn í lið Arsenal og skorað tvö mörk í 13 deildarleikjum fyrir Skytturnar. Wenger er einnig hæstánægður með framlag Spánverjans sem kom til Arsenal frá Barcelona aðeins 16 ára gamall. „Frammistaða Bellerín er eitt af því óvæntasta á tímabilinu. Hann var á láni hjá Watford í fyrra og spilaði lítið. Hann er aðeins tvítugur og er þegar orðinn þetta góður,“ sagði Wenger en Bellerín fékk mikið hrós fyrir að halda Raheem Sterling niðri í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn. „Hann átti í höggi við frábæran leikmann í Sterling,“ sagði Wenger um Spánverjann. „Ég valdi hann út af hraðanum sem hann býr yfir og einnig vegna þess hversu neðarlega þyngdarpunkturinn er hjá honum. Þessir eiginleikar komu að góðum notum gegn Sterling. „Hann á eftir að öðlast meiri reynslu en hann er góður að verjast einn á einn og öflugur fram á við,“ sagði Wenger ennfremur en Bellerín skoraði fyrsta mark Arsenal í 4-1 sigrinum á Liverpool. Markið má sjá hér að neðan. Arsenal mætir Burnley á laugardaginn í næsta deildarleik liðsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger og Giroud bestir í mars Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. apríl 2015 14:30 Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag. 4. apríl 2015 14:29 Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. apríl 2015 00:01 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Wenger og Giroud bestir í mars Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. apríl 2015 14:30
Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag. 4. apríl 2015 14:29
Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. apríl 2015 00:01