Erlent

Fimmtíu ár frá fyrstu geimgöngunni - Myndir

Samúel Karl Ólason skrifar
Bruce McCandless II var fyrsti geimfarinn til að ferðast um geiminn án öryggisólar árið 1984.
Bruce McCandless II var fyrsti geimfarinn til að ferðast um geiminn án öryggisólar árið 1984. Mynd/NASA
Fimmtíu ár eru liðin frá því að Edward H. White II fór í fyrstu geimgönguna þann 3. júní 1965. Hann sveimaði um geimskip sitt í tuttugu mínútur og sagði upplifunina vera einstaka. Frá þeim degi hafa geimfarar farið í alls 82 geimgöngur úr geimskipum og 187 úr Alþjóðlegu geimstöðinni.

Þar að auki vörðu geimfarar 166 klukkustundum í geimgöngum við samsetningu Hubble sjónaukans.

Á vef NASA segir að nú sé unnið að þróun nýs geimbúnings sem ætlaður er til notkunar í löngum geimferðum eins og ferðum til Mars.

Hér að neðan má sjá myndir af geimgöngum í gegnum tíðina og geimfarann Chris Hedfield lýsa upplifuninni. Fleiri myndir má sjá hér á vef NASA.

Mynd/NASA
Mynd/NASA
Mynd/NASA
MYND/NASA
Mynd/NASA
Mynd/NASA
Mynd/NASA
Mynd/NASA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×