Enski boltinn

Wigan losaði sig við Mackay

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska B-deildarliðið Wigan rak í kvöld Malky Mackay sem hefur verið knattspyrnustjóri félagsins undanfarna mánuði.

Þetta er í annað skipti á tímabilinu sem Wigan skiptir um stjóra en í nóvember var Uwe Rösler rekinn og Mackay ráðinn í hans stað.

Wigan tapaði í dag fyrir Derby, 2-0, á heimavelli en liðið er næstneðst í deildinni og átta stigum frá öruggu sæti. Fimm umferðir eru eftir af tímabilinu út útlitið dökkt.

Blackpool féll í dag úr B-deildinni og vilja forráðamenn Wigan gera allt sem í þeirra valdi stendur til að forðast sömu örlög.

„Þetta var mjög erfið ákvörðun,“ sagði stjórnarformaðurinn David Sharpe. „En það þurfti að gera breytingu með framtíð félagsins í huga.“

Engin ákvörðun hefur verið tekin um eftirmann Mackay.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×