Kínverskir kvenrithöfundar og líf þeirra – seinni hluti Li Sihan skrifar 4. júní 2015 00:01 Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árið 1949 var Alþýðulýðveldið Kína stofnað. Staða kvenna hefur gjörbreyst síðan. Um áratugi hafa margir kvenhöfundar slegið í gegn og bókmenntir tilheyra ekki lengur veröld karlmanna. Sumar þeirra eru búsettar erlendis og hafa haft áhrif innan og utan Kína, þar á meðal Yan Geling. Yan er afkastamikill rithöfundur. Aðalpersónurnar í skáldsögum hennar eru konur sem lifa á mótum ólíkra menningarheima, stjórnmálakerfa og hugmyndaheima. Mannlegt eðli er helsta viðfang hennar og varpar hún ljósi á ýmsa þætti þess. Litríkir og djúpir eðlisþættir kvenna í þessum samfélögum laða fram tilfinningar miskunnar og sorgar í hjörtum lesenda. Ástarlíf Yan er jafngott og skáldsögur hennar. Hún hitti starfsmann í bandarísku utanríkisþjónustunni, Lawrence að nafni, þegar hún var við nám í Bandaríkjunum. Eftir að þau giftu sig hafa Yan og eiginmaður hennar búið í Afríku og Evrópu og hefur hún verið iðin við skriftirnar. Flestir kvenhöfundar nú á dögum eru með þægilegar vinnuaðstæður. Þeir fara sér að engu óðslega við að leita eftir ást og móta líf sitt. Núverandi formaður kínversku rithöfundasamtakanna, Tie Ning, er lýsandi dæmi um þetta. Tie Ning fæddist árið 1953 og sló í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Hún hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun og verk hennar hafa verið þýdd á ensku og spænsku og seld erlendis. Tie Ning var kjörin formaður kínversku rithöfundasamtakanna árið 2006 og hefur verið endurkjörin tvisvar. Tie Ning gekk fremur seint í hjónaband. Hún kynntist eiginmanni sínum, Hua Sheng, eftir að hún hafði verið kosin formaður rithöfundasamtakanna. Hann var viðskiptafræðingur og rektor Yan Jing Hua Qiao háskólans. Þau giftust árið 2007 en hún var þá rúmlega fimmtug. Tie Ning lýsti þessu þannig í viðtali: „Ég er hefðbundin kona að eðlisfari og geri miklar kröfur til hjónabandsins. Mér hefur ævinlega fundist að ég væri ekki tilbúin. Ég vil frekar vera ein en ganga í sæmilegt hjónaband. Hjónabandið snýst ekki um góðar manneskjur. Það er heilmikið af góðum karlmönnum til en það er ekki víst að þeir henti þér. Ástin getur því orðið býsna erfið.“ Annar kvenrithöfundur, Bing Xin, gaf henni eitt sinn eftirfarandi ráð: „Þú þarft ekki að leita, þú bíður aðeins.“ Af þessum orðum hennar er augljóst, að kvenrithöfundar, í raun kínverskar konur á okkar dögum, eru með skýr viðhorf gagnvart umheiminum og sjálfum sér. Hjónabandið er hvorki nauðsynlegt né hluti af sjálfsmati þeirra. Réttindum kvenna hefur nú verið lyft í nýjar hæðir. Hér birtist árangur langvinns ákalls kvenrithöfunda sem orðið er að kröfu alls heimsins um rétt kvenna. Kínverskar konur bæta nú sífellt stöðu sína í samfélaginu. Þær voru öldum saman eign og skrautfjaðrir karlmanna á meðan lénsveldið var við lýði. Á dögum Lýðveldisins Kína hófst vakning á meðal kvenna, en samfélagið var grimmt og miskunnarlaust. Eftir að alþýðulýðveldið var stofnað náðu konur loks jafnrétti. Fyrra skeiðið varaði í meira en 2.000 ár, en undanfarna áratugi hafa framfarir orðið ótrúlega miklar. Því má halda fram að þetta séu einhverjar mestu framfarir mannkynssögunnar. Það vekur mikla ánægju að verða vitni að aukinni virkni kvenna á öllum sviðum. Þeim er frjálst að lifa sínu eigin lífi og þær hafa komist til áhrifa í stjórnmálum, efnahagsmálum og á öðrum sviðum. Þetta eru góðir tímar og kunna að fara batnandi.Höfundur er ritstjóri vinsæls kvennatímarits í Kína. Hún starfar nú við kínverska sendiráðið á Íslandi ásamt eiginmanni sínum, ungum sendiráðunaut.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun