Forseti: Ábyrgðin er okkar Stefán Jón Hafstein skrifar 12. desember 2015 07:00 Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun