Forseti: Ábyrgðin er okkar Stefán Jón Hafstein skrifar 12. desember 2015 07:00 Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Stefán Jón Hafstein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Traust á valdastofnunum og áhrifafólki er í lágmarki sem er hættulegt í lýðræðisríki, því slíkt grefur undan annars konar trausti sem þarf að vera til staðar: Sjálfstrausti kjósenda. „Þetta þýðir ekkert“ viðkvæðið heyrist æ oftar, vonleysi um nauðsynlegar breytingar tekur við og fólk kýs að grafa sig í fönn og reyna að gleyma með því að skipuleggja kósíkvöld til að lifa af. Þetta er því miður tónninn hjá alltof mörgum þegar í hönd fara tvennar kosningar sem geta skipt miklu um framtíð þjóðarinnar, forsetakosningar 2016 og þingkosningar 2017. Þær fyrri þurfa að vera upptaktur að samfélagsumbótum, velja þarf öflugan málsvara almannahagsmuna sem stuðlar að siðvæðingu og lýðræðisframförum. Nýr forseti á að vera boðberri nýrra tíma og allir flokkar að fá skilboð um að kjósendur vilji kaflaskil. Þess vegna eru forsetakosningarnar mikilvægar. Ég er sammála núverandi og fráfarandi forseta sem sagði í útvarpsviðtali að erindi sitt væri þrotið, þjóðin þyrfti að geta hugsað um framtíðina án sín. Þar er af nógu að taka til að byggja upp jákvæða, framsýna og mannúðlega sjálfsmynd þjóðarinnar og nýkjörinn forseti árið 2016 á að vísa veg til nýrra tíma.Tími til að breyta Margir amast við því að forseti ætli að bjóða sig fram enn og aftur og heimta að hann „stígi til hliðar“. Því er ég ósammála. Ef forseti vill bjóða sig fram hefur hann til þess fullt leyfi og bersýnilega hefur hann um sig hóp sem vill það. Ég ver því rétt frambjóðandans til að komast að niðurstöðu með sjálfum sér, því enginn áhrifamaður í þjóðfélaginu er jafn berskjaldaður gagnvart þjóðarvilja og forseti. Nú er gott tækifæri til að þakka forseta það sem vel hann hefur gert og kveðja fortíðina. Ef forseti þekkir ekki vitjunartíma sinn gerir þjóðin það.Ranghugmyndir Við verðum að greina nokkrar ranghugmyndir um forseta:1) Að forsetinn sé í einhvers konar óleyfi að stefna að þaulsetu. Það er formlega séð rangt og hugmyndafræðilega líka, því kjósendur bera ábyrgð á því hver situr hverju sinni og hve lengi.2) Að ekki sé hægt að fella sitjandi forseta. Í hinu ófullkomna lýðræðiskerfi á Vesturlöndum er höfuðkostur að margoft hafa ríkisstjórnir og forsetar tapað í kosningum og íslenska kerfið býður upp á það sama. Hafi kjósendur til þess sjálfstraust skipta þeir einfaldlega um forseta eins og þeir skipta um forsætisráðherra eða borgarstjóra. Það er heimsins eðlilegasti hlutur að fella forseta í kosningum og vottur um lýðræðislegan þroska.3) Að „staða“ núverandi forseta sé svo sterk að „margt ágætt fólk sem annars myndi gefa kosta á sér“ bla bla þori ekki að undirbúa framboð. Staða forsetans er nákvæmlega jafn sterk og kjósendur ákveða sjálfir. Það sannast með því að meintur styrkur forsetans sveiflast einatt til og frá. Þessi tilbúni fælingarmáttur býr í hugum ráðalausra.4) Goðsagnasmíð: Lágmarksþekking á greiningu gagna um stjórnmálaviðhorf nægir til að sjá að ekki þarf mikla sveiflu til að kjósa nýjan forseta – við réttar aðstæður. Goðsögnin um að forsetinn sé ósigrandi er lífseig vegna þess að hann er slóttugasti stjórnmálamaður sem nú er uppi á Íslandi og keppist við að halda lifandi hugmyndinni um einstakar sigurlíkur sínar. Til þess nýtast húðlatir álitsgjafar og umræðustjórar sem nenna ekki að vinna heimavinnuna og bergmála hver annan. Ekki er við forseta að sakast í því efni.Vandamál þjóðarinnar Ef núverandi forseti og þaulseta hans er vandamál, er það ekki hans vandamál. Forseti er á ábyrgð þjóðarinnar og ef hún aulast ekki til að skilja út á hvað lýðræði og samfélagsleg ábyrgð ganga fær hún bara það sem hún á skilið. Aftur, aftur, aftur, aftur og aftur. Fimm sinnum að lágmarki.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar