Hrafnhildur Lúthersdóttir setti í kvöld nýtt Íslandsmet í 100 metra bringusundi í Einvíginu í lauginni í Indianapolis í Bandaríkjunum.
Hrafnhildur, sem keppir fyrir Evrópuúrvalið, kom í bakkann á 1:05,92 mínútum en gamla metið hennar var 1:06,12 mínútur.
Hrafnhildur lenti í 6. sæti af sex keppendum en hún hefur nú lokið keppni á mótinu.
Hrafnhildur keppti einnig í 200 metra bringusundi þar sem hún lenti í 6. sæti.

