Hlutfallslega næstmest rafbílasala hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Nissan er vinsælastur af þeim rafbílum sem hafa verið skráðir í ár. NordicPhotos/Getty Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjöldi vistvænna bifreiða á Íslandi hefur þrefaldast síðan árið 2010 og hefur mestur vöxtur verið í rafbílum. Í umferð eru 695 rafbílar núna og er því spáð að þeir verði 1.200 árið 2016. Ísland er hlutfallslega næststærsta land í heimi, á eftir Noregi, í sölu rafbíla. Þörf er á að bæta innviði fyrir bílana, meðal annars með langtíma stefnumótun stjórnvalda og breytingu á byggingareglugerðum til þess að gera heimahleðslur nógu öflugar. Þetta kom fram á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands, Rafbílavæðing á Íslandi. Hver er staðan? sem fór fram í gær. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka, gerði grein fyrir stöðu í stefnumótun íslenskra stjórnvalda. Hann benti á að hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum hér á landi hefði tífaldast síðan árið 2010. Rafbílasala hefði numið 30 til 40 á mánuði á árinu og verið umfram spár. Gert er ráð fyrir heildarendurskoðun á skattlagningu samgangna á árinu 2016. Jón Björn greindi frá því að nokkur óvissa lægi í kringum skattaívilnanir og annað. Rauði þráðurinn á ráðstefnunni var að þörf væri á langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi skatta og uppbyggingu innviða. Sextíu og sjö milljónir króna eru á fjárlögum árið 2016 fyrir uppbyggingu rafinnviða. „Þetta er kannski ekki mjög há tala, en þetta er stórt skref fram á við frá núlli,“ sagði Jón Björn.Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka. vísir/GVAJón Björn gerði grein fyrir skoðanakönnun sem gerð var á meðal rafbílaeigenda. Almennt væri mikil ánægja á meðal þeirra með bílana. „Ég hef ekki hitt neinn enn sem er óánægður með bílinn,“ sagði Jón Björn. Langflestir eiga þó annan bíl að auki. Flestir nefndu fjárhagslegan sparnað og umhverfisvitund sem ástæðu þess að vera á rafbíl. Níutíu prósent væru ánægð með hraðhleðslustöðvarnar, en ekki væri alltaf ánægja með staðsetningar. Áhugi væri á hraðhleðslustöðvum meðal annars á Granda, í Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á landsbyggðinni. Einnig væri áhugi fyrir smáforriti til að sjá hvort einhverjir séu á hraðhleðslustöðinni. Rafvæðing skipaflotans enn þá stærra mál Í erindi sínu á ráðstefninu vék Jón Björn Skúlason að rafvæðingu skipaflotans sem hann telur í raun miklu stærra mál en rafvæðingu bílaflotans. Hann sagði að mikill áhugi væri á því að skoða rafvæðingu haftengdrar starfsemi, verið væri að skoða nokkra mismunandi þætti og margir fundir hefðu verið haldnir. Hann nefndi dæmi um hvalaskoðunarbát sem var rafvæddur á Húsavík. Báturinn fer 250 hvalaskoðunarferðir á ári og sparnaðurinn á honum er álíka og á fjörutíu rafbílum. Það er því gríðarlegur ávinningur í rafvæðingu skipa.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira