Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 31. október 2015 18:56 Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. Þetta segir Páll Winkel fangelsmálastjóri ríkisins en sárlega vantar úrræði fyrir geðsjúka, ofbeldisfulla fanga. Páll segir dæmi um að geðveikum manni hafi verið neitað um reynslulausn þar sem ekki þótti forsvaranlegt að senda hann út á götu. Kemur alltaf jafn mikið á óvartPáll Winkel segir að ófremdarástand í heilbrigðismálum fanga hafi verið gagnrýnt árum og áratugum saman til að mynda af pyntinganefnd Evrópuráðsins og umboðsmanni Alþingis. Menn hafi brugðist við gagnrýni með því að skipa nefndir og starfshópa en ekkert hafi breyst. „Samt virðist þetta alltaf koma fólki jafnmikið á óvart. Til dæmis núna þegar greint er frá því í fréttum að foreldrar þroskahefts hollensk manns hafi ekki frétt af syni sínum í mánuð, þar til í ljós kom að hann sat í einangrun á Íslandi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl.“ Páll Winkel segist ekki geta tjáð sig um þetta tiltekna mál að öðru leyti en því að þetta sé ekki einsdæmi og það sé ekki í lagi. Hann segir að yfirvöldum fangelsismála beri að tilkynna heilbrigðisyfirvöldum um ástand fanga og það sé alltaf gert. Það sé bara ekki nógPáll Winkel fangelsisstjóriGetum ekkert gert í málinuPáll segir að nú sé fangi á Litla Hrauni sem þyki mjög hættulegur sjálfur sér og öðrum vegna geðrænna veikinda. Hann sé hafður í einangrun undir eftirliti myndavéla allan sólarhringinn. Öðrum fanga í slíku ástandi hafi verið neitað um reynslulausn í fyrra, þar sem hann þótti of veikur til að ganga laus. “Það er óásættanlegt. Við gátum ekki hleypt honum út, vegna þess að vissum að hann var samfélaginu mjög hættulegur. Hann var ekki í þessu tilfelli sviptur sjálfræði, þannig að það var lítið hægt að gera.” Páll segir að fangelsisyfirvöld geti ekkert gert í málinu, það sé reynt að efla starfsfólkið en hann sé satt að segja hissa á því hvað það láti bjóða sér.Við vitum hvenær fólk er veiktEnginn geðlæknir hefur nú verið á Litla Hrauni í nær 2 ár og því erfitt fyrir þá sem glíma við erfiða geðsjúkdóma að fá nauðsynlega hjálp, hvað þá aðra: “Við þekkjum muninn, sem vinnum í þessu kerfi, á mönnum, sem beita ofbeldi og eru dæmdir fyrir slíkt, og svo veiku fólki,” segir Páll. “Veiku fólki sem makar saur út um allt og talar við sjáft sig og veggi, vikum og mánuðum saman. Það er svo augljóst að þarna er um veikt fólk að ræða. Við getum ekki verið þekktir fyrir það, kerfiskallarnir, að vera að rífast um ábyrgðina.” Páll segir að það þurfi að leysa málið. Honum sé alveg sama hvernig það sé gert. En það þurfi að gerast, það sé ekki nóg að tala, það þurfi að láta verkin tala.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira