Hafði greinilega meiri trú á stelpunum en aðrir þjálfarar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. október 2015 06:00 ÍBV er enn taplaust eftir átta leiki í Olísdeild kvenna á fyrsta ári sínu undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur. Vísir/Valli „Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera alveg ótrúlega gaman,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV, en hennar lið hefur farið frábærlega af stað í Olís-deild kvenna. Liðið er búið að vinna átta fyrstu leiki sína í deildinni og á fimmtudag skelltu stelpurnar hennar Íslandsmeisturum Gróttu í uppgjöri ósigruðu liðanna. Byrjun liðsins er því fullkomin en það kemur mörgum á óvart enda var ÍBV spáð fimmta sætinu í deildinni í árlegri spá fyrir mótið. „Ég hafði alltaf meiri trú á þessum stelpum en aðrir þjálfarar deildarinnar greinilega. Við höfum aðeins fengið einn leikmann síðan spáin var birt og sú er ekki í byrjunarliðinu þó að hún spili mikið,“ segir Hrafnhildur og bætir við að margir hafi líka haft litla trú á hinum 19 ára gamla markverði hennar, Erlu Rós Sigmarsdóttur, sem er reynslulítil. „Það var alltaf sagt við mig að ég gæti ekki verið í efstu sætunum af því mig vantaði markvörð. Ég hafði séð hana síðan hún var 17 ára og sá strax hvað hún er mikið efni. Það kemur mér því ekkert á óvart að hún sé að springa út í vetur. Hún byrjaði frábærlega í fyrsta leik gegn Fram og hefur síðan haldið uppteknum hætti,“ segir Hrafnhildur en Erla er dóttir Sigmars Þrastar Óskarssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar. „Hún fær örugglega góð ráð heima fyrir.“ Hrafnhildur er eini kvenkynsaðalþjálfari deildarinnar og hún er að slá strákunum við á sínu fyrsta ári sem þjálfari. „Ég er í það minnsta búin að slá þeim við í fyrstu átta leikjunum. Það væri fínt ef þetta endaði bara núna,“ segir Hrafnhildur og hlær dátt. „Það er nóg eftir af mótinu og ÍBV tók mikla dýfu eftir áramót í fyrra. Það á mikið eftir að ganga á áður en yfir lýkur,“ segir Hrafnhildur sem getur ekki neitað því að það sé svakalega gaman að hefja þjálfaraferilinn í meistaraflokki svona vel. „Fyrsti leikurinn var gegn Stebba [Stefáni Arnarsyni, fyrrverandi þjálfara Hrafnhildar] og gaman að vinna hann en égátti nú kannski ekki alveg von á þessari flottu byrjun hjá okkur.“ Hrafnhildur ætlar sér stóra hluti í þjálfuninni og halda áfram að mennta sig í fræðunum. Í Vestmannaeyjum getur hún einbeitt sér algjörlega að þjálfuninni en segir að ef hún væri í bænum hefði hún þurft að sinna fullu starfi samhliða þjálfuninni. „Það eru mikil forréttindi að fá að starfa í þessu umhverfi og við þessar aðstæður. Þetta er snilld eins og maður segir og mér finnst þetta hrikalega gaman. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til Eyja.“ Þjálfarinn var þekktur keppnismaður er hún var enn að spila og tapaði sjaldan. Hvernig hefur henni gengið að aðlagast lífinu utan vallarins? „Það skiptir mig engu máli hvort ég er þjálfari eða áhorfandi. Það er miklu erfiðara að vera utan við þennan helvítis völl. Ég hef þó smá áhrif sem þjálfari og það hjálpar.“ Í dag fer Hrafnhildur með sitt lið á fornar slóðir er ÍBV sækir Val heim. Hrafnhildur vann allt sem hægt er að vinna með Val og það oftar en einu sinni. „Það verður yndislegt að mæta þangað. Það er alltaf vel tekið á móti mér þarna og ég á marga vini í Val. Það verður lagt til hliðar í 60 mínútur samt og vonandi yfirgef ég svæðið með tvo punkta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira