Tvö umdæmi segja ekki frá nauðgunum Snærós Sindradóttir skrifar 31. júlí 2015 07:00 Frá Þjóðhátíð í fyrra. Vísir/Óskar P. Friðriksson Öll lögregluumdæmi, þar sem hátíðarhöld fara fram um verslunarmannahelgina, hyggjast svara fyrirspurnum fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota, að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum undanskildum. Eins og fram hefur komið eru það nýmæli hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að greina ekki frá þeim fjölda kynferðisbrota sem kemur upp á Þjóðhátíð í Eyjum, stærstu útihátíð verslunarmannahelgarinnar. Samantekt fréttavefsins Bleikt segir að sextán nauðganir hafi verið tilkynntar til lögreglu á þjóðhátíð frá árinu 2004. Upplýsingagjöf til fjölmiðla verður með óbreyttum hætti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmiðlar munu ekki geta hringt með fyrirspurnir um helgina en þess í stað sendir lögreglan frá sér varðstjórapóst þrisvar á sólarhring. „Við upplýsum um þau mál sem koma upp en oftar en ekki þá eru ákveðin mál ekki látin fylgja með sökum eðlis þeirra. Kynferðisbrot eru ein þeirra,“ segir Þórir Ingvarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Oftar en ekki, þegar þau [kynferðisbrot] koma upp, þá eru þau viðkvæm og það hefur ekki verið talið efni til að setja þau í þessar færslur frekar en önnur viðkvæm mál sem lögreglan er að sinna, svo sem mannslát,“ bætir Þórir við. Fréttablaðið hafði samband við lögregluna á Akureyri, þar sem Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ fara fram um helgina. Þar fengust þau svör að lögreglan svari oftast fyrirspurnum til lögreglu. Það gildi í raun engar reglur um það. Það sama var uppi á teningnum hjá lögreglunni á Vestfjörðum þar sem Mýrarboltinn fer fram. Enn verður hægt að fá upplýsingar um fjölda uppkominna mála fyrir vestan, af hvaða tagi sem þau eru. Guðrún JónsdóttirJón Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að engar breytingar verði gerðar á upplýsingagjöf til fjölmiðla. „Ég svara fyrirspurnum fjölmiðla. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með þetta.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir það óeðlilegt ef upplýsingar um fjölda kynferðisbrota mega ekki koma fram. „Mér finnst óheppilegt að slíkar aðgerðir gagnast þeim sem síst skyldi. Þeim sem fremja þessi brot og eins þeim sem vilja halda flekklausri ásýnd þessara samkoma.“ Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Öll lögregluumdæmi, þar sem hátíðarhöld fara fram um verslunarmannahelgina, hyggjast svara fyrirspurnum fjölmiðla um fjölda kynferðisbrota, að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og í Vestmannaeyjum undanskildum. Eins og fram hefur komið eru það nýmæli hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum að greina ekki frá þeim fjölda kynferðisbrota sem kemur upp á Þjóðhátíð í Eyjum, stærstu útihátíð verslunarmannahelgarinnar. Samantekt fréttavefsins Bleikt segir að sextán nauðganir hafi verið tilkynntar til lögreglu á þjóðhátíð frá árinu 2004. Upplýsingagjöf til fjölmiðla verður með óbreyttum hætti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmiðlar munu ekki geta hringt með fyrirspurnir um helgina en þess í stað sendir lögreglan frá sér varðstjórapóst þrisvar á sólarhring. „Við upplýsum um þau mál sem koma upp en oftar en ekki þá eru ákveðin mál ekki látin fylgja með sökum eðlis þeirra. Kynferðisbrot eru ein þeirra,“ segir Þórir Ingvarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Oftar en ekki, þegar þau [kynferðisbrot] koma upp, þá eru þau viðkvæm og það hefur ekki verið talið efni til að setja þau í þessar færslur frekar en önnur viðkvæm mál sem lögreglan er að sinna, svo sem mannslát,“ bætir Þórir við. Fréttablaðið hafði samband við lögregluna á Akureyri, þar sem Ein með öllu og Unglingalandsmót UMFÍ fara fram um helgina. Þar fengust þau svör að lögreglan svari oftast fyrirspurnum til lögreglu. Það gildi í raun engar reglur um það. Það sama var uppi á teningnum hjá lögreglunni á Vestfjörðum þar sem Mýrarboltinn fer fram. Enn verður hægt að fá upplýsingar um fjölda uppkominna mála fyrir vestan, af hvaða tagi sem þau eru. Guðrún JónsdóttirJón Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að engar breytingar verði gerðar á upplýsingagjöf til fjölmiðla. „Ég svara fyrirspurnum fjölmiðla. Við höfum ekki átt í neinum vandræðum með þetta.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir það óeðlilegt ef upplýsingar um fjölda kynferðisbrota mega ekki koma fram. „Mér finnst óheppilegt að slíkar aðgerðir gagnast þeim sem síst skyldi. Þeim sem fremja þessi brot og eins þeim sem vilja halda flekklausri ásýnd þessara samkoma.“
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira