Innlent

Verkfalli iðnaðarmanna frestað eftir langan samningafund

Bjarki Ármannsson skrifar
Boðuðu verkfalli Matvís, RafIðn og VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem átti að hefjast á miðnætti annað kvöld, hefur verið frestað til 22. júní.
Boðuðu verkfalli Matvís, RafIðn og VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem átti að hefjast á miðnætti annað kvöld, hefur verið frestað til 22. júní. Vísir/Daníel
Boðuðu verkfalli Matvís, RafIðn og VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sem átti að hefjast á miðnætti annað kvöld, hefur verið frestað til 22. júní. Samningafundur við Samtök atvinnulífsins stóð yfir frá klukkan kortér yfir þrjú og vel fram á tólfta tímann.

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir það jákvætt að verkfalli hafi verið afstýrt en að málinu sé ekki lokið. Nú sé stefnt að því að reyna að ná að semja um kjarasamninga áður en frestur rennur út. Næsti fundur með SA hefur ekki verið boðaður.

Frestun verkfalls hefur meðal annars þá þýðingu að landsleikur Íslands og Tékklands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, sem fram fer á föstudaginn, verður í beinni útsendingu. Nær öll þjónusta RÚV hefði fallið niður í tæpa viku hefði verkfalli ekki verið frestað.


Tengdar fréttir

Áfram funda iðnaðarmenn

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, segir ástandið í viðræðunum „krítískt.“

Bakarí, veitingastaðir og mötuneyti loka

Náist ekki að semja innan tveggja sólarhringa munu veitingastaðir, mötuneyti og kjötvinnslur loka auk þess sem flugsamgöngur og fjarskiptaþjónusta gæti farið úr skorðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×