Lífið

Útvarp Saga spyr hvort Arnþrúður Karlsdóttir sé fyllibytta

Bjarki Ármannsson skrifar
Bubbi og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að Bubbi meinaði stöðinni að spila tónlist eftir sig.
Bubbi og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að Bubbi meinaði stöðinni að spila tónlist eftir sig. Vísir
Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta? Svona hljóðar nýjasta skoðanakönnunin á vef Útvarps Sögu. Þegar þetta er skrifað hafa 29 atkvæði verið greidd, þrettán segja já, sjö segja nei og hlutlausir eru níu.

Könnunin vísar til ummæla Bubba Morthens tónlistarmanns, en Bubbi og stjórnendur Útvarps Sögu hafa eldað grátt silfur saman frá því að Bubbi meinaði stöðinni að spila tónlist eftir sig. Sagði hann stöðina ala á fordómum og mannhatri og að hún þrifist í „andlegum skugga.“

Í kjölfarið var skoðanakönnun birt á vef síðunnar þar sem hlustendur voru spurðir hvort þeir treystu Bubba Morthens. Skemmst er frá því að segja að niðurstöður þeirrar könnunar voru um margt merkilegar, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust og virtist sem niðurstöðunum hafi verið snúið við á síðustu stundu.

Eftir að Útvarp Saga fór af stað með könnun sína um Bubba, lét söngvarinn þekkti þau orð falla á Twitter að næsta könnun þeirra ætti að vera: „Er Arnþrúður Karlsdóttir (útvarpsstjóri Útvarps Sögu) fyllibytta?“

Forsvarsmenn Sögu sögðu í samtali við Vísi þau ummæli Bubba segja mest um hann sjálfan en svo virðist sem þau hafi ákveðið að taka hann á orðinu.

Uppfært klukkan 09:06

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu, segir í athugasemdakerfi Vísis að brotist hafi verið inn á síðuna í gær. Nánar um það hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.