En, mynd segir meira en þúsund orð.
Vísir hefur áður fjallað um átroðning ferðamanna, einmitt við Seljalandsfoss og greint frá vandræðum sveitastjórna við að finna lausn á vandanum. Engin aðferð við gjaldtöku er gallalaus, en víst er að finna verður leiðir til að fjármagna uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitastjóri í Rangárþingi eystra segir unnið að nýju deiliskipulagi við Seljalandsfoss sem ráðgert er að verði tilbúið í haust. Árið 2014 komu á að giska 400 þúsund gestir „Við sem og aðrir, sem erum með fjölfarna ferðamannastaði eigum fullt í fangi með að taka á móti öllu þessu fólki,“ segir Ísólfur.

