Línumaðurinn sterki René Toft Hansen verður ekki með danska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Litháen og Bosníu í undankeppni EM 2016.
Hansen er meiddur á hendi en meiðslin eru þó talin minni háttar. Leikirnir gegn Litháen og Bosníu, sem fara fram 10. og 14. þessa mánaðar, skipta Dani engu máli en lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar eru þegar búnir að tryggja sér sæti á EM á næsta ári.
Guðmundur kallaði Jacob Bagersted, leikmann Magdeburg, inn í hópinn í stað Hansen sem varð þýskur meistari með Kiel á föstudaginn.
Bagersted, sem er 28 ára, hefur leikið 27 landsleiki en hann var síðast valinn í landsliðið í apríl 2014.
René Toft ekki með Dönum í næstu leikjum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Fram einum sigri frá úrslitum
Handbolti

„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn


Selfoss jafnaði metin
Handbolti


„Bara einn leikur og áfram með smjörið“
Körfubolti


„Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik”
Íslenski boltinn
