Eldri bílar bannaðir í París Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 09:30 Samkvæmt nýju reglugerðinni varði bílar eins og þessir ekki leyfðir á götum Parísar. Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent
Borgaryfirvöld í París hyggjast banna akstur bíla eldri en af árgerð 1996, vöruflutningabíla eldri en frá 1997 og rútur eldri en frá 2001. Þessar reglur taka væntanlega gildi frá og með næsta sumri. Í áætlunum borgaryfirvalda kveður líka á um að árið 2020 verði bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í akstri um borgina. Borgarstjóri Parísar, Anne Hidalgo, styður þessa tillögu en hún hefur einnig stutt tillögu þess efnis að hámarkshraði í borginni verði aðeins 30 km/klst. Þessar tillögur í París bætast nú ofan á fyrirhugað bann við dísilbílum og áætlanir franskra yfirvalda að útrýma þeim úr franskri umferð og fjárstuðning yfirvalda við bílkaupendur þá sem skipta eldri dísilbílum út fyrir bensínbíla og rafmagnsbíla.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent