Lífið

Breyttu texta Maríu í óþökk RÚV

Birgir Olgeirsson skrifar
María sagðist hafa verið hrædd um að rugla saman textum eftir að StopWaitGo ákvað að breyta texta lagsins Unbroken á síðustu stundu.
María sagðist hafa verið hrædd um að rugla saman textum eftir að StopWaitGo ákvað að breyta texta lagsins Unbroken á síðustu stundu. Vísir/Andri
„Við eiginlega skiptum út textanum á fimmtudaginn,“ sögðu bræðurnir úr StopWaitGo, þeir Ásgeir Orri og Pálmi Ragnar Ásgeirssynir, um textann við lagið Unbroken, sem verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sjá einnig: María vann með 15.000 atkvæða mun

Drengirnir lýstu því að þeir hefðu ekki verið fullkomlega sáttir við textann eftir að hafa snarað honum yfir á ensku. StopWaitGo átti tvö lög í keppninni, annars vegar Unbroken sem María Ólafs flutti og Once Again sem Friðrik Dór flutti, en þeir breyttu lögunum fyrir úrslitin í Söngvakeppninni. Þeir lækkuðu til að mynda tóntegundina í lagi Friðriks Dórs en sögðu breytingarnar á lagi Maríu hafa valdið þeim hugarangri.

„Meira stress með hana“

„Það var meira stress með hana því við vorum ekki fullkomlega sáttir við textann þegar við vorum búnir að taka þetta upp og þurftum að breyta um texta, í mikilli óþökk RÚV, á síðustu stundu,“ sögðu bræðurnir og stóð María því með textablöð á lokaæfingu á sviði í Háskólabíói á fimmtudeginum og sagðist hún hafa verið hrædd um að rugla saman textum í úrslitunum sjálfum. „En þetta heppnaðist þannig að ég kvarta ekki,“ sagði hún í Bítinu.

Þau eiga von á því að lagið muni taka einhverjum breytingum áður en það verður flutt í Eurovision-keppninni í Vín í Austurríki í maí næstkomandi og nefndu sem dæmi að unnið verður meira með texta lagsins og þá verða gerðar einhverjar litlar breytingar á laginu sem áhorfendur munu líklegast ekki heyra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.