Íslenski boltinn

26 ára landsliðsmaður Kósóvó til ÍBV

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Avni Pepa.
Avni Pepa. Mynd/Heimasíða Sandnes Ulf
Avni Pepa hefur spilað með íslenskum leikmönnum á sínum ferli og nú er þessi 26 ára gamli varnarmaður á leiðinni út í Eyjar til að spila með ÍBV í Pepsi-deildinni. Norska blaðið Rogalands Avis segir frá þessu.

„Það veikari deild á Íslandi en ég vildi fá að prófa eitthvað nýtt. Það skipti líka miklu máli í þessari ákvörðun að Jóhannes Harðarson er að þjálfa liðið. Ég þekki hann vel frá árum áður," sagði Avni Pepa við Rogalands Avis.

Avni Pepa er miðvörður sem var síðast hjá albanska liðinu Flamurtari en sagði upp samningi sínum þar eftir að hafa ekki fengið greidd laun í nokkra mánuði.

Avni Pepa spilaði með Jóhannesi Harðarsyni, nýjum þjálfara ÍBV, hjá Start en þá spilaði hann einnig með Íslendingaliðinu Sandnes Ulf þar sem hann var liðsfélagi Hannesar Þórs Halldórssonar, Eiðs Arons Sigurbjörnssonar, Steinþórs Freys Þorsteinssonar og Hannesar Þ. Sigurðssonar.

Avni Pepa spilaði fyrsta opinbera landsleik Kosóvó í mars 2014 þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Haíti. Kosóvó er þó ekki orðið löggildur meðlimur FIFA eða UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×