Maður getur ekki verið allra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2015 06:00 Geir fékk fína kosningu og mun halda áfram að vinna að sömu málum fyrir KSÍ og undanfarin ár. fréttablaðið/anton Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ársþing KSÍ fór fram um helgina. Geir Þorsteinsson var endurkjörinn formaður KSÍ með yfirburðum. Hann fékk 111 atkvæði en mótframbjóðandi hans, Jónas Ýmir Jónasson, fékk 9 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru fimm talsins. „Ég er mjög ánægður með þessa kosningu. Maður getur ekki verið allra,“ segir Geir spurður hvort hann hefði ekki viljað fá öll atkvæðin sem í boði voru. Hann hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvað hann ætli að sitja lengi en hann varð formaður árið 2007. „Forverar mínir sátu í 17 og 19 ár þannig að ég er rétt að byrja,“ segir Geir og hlær við. „Ég er á besta aldri og enn á fullum krafti.“Engin breyting á stjórn Það varð engin breyting á stjórn KSÍ og engin mótframboð í stjórnina. Geir segir að núverandi stjórn hafi ekki setið lengi og því sé í raun ekkert óeðlilegt að ekki sé barátta um þessi sæti. „Það hefur farið fram endurnýjun í stjórninni og allir sem þar eru núna hafa komið inn eftir að ég varð formaður,“ segir Geir. Stærsta málið á þinginu að mati Geirs var tillaga um jöfnun ferðakostnaðar sem var samþykkt. Félög þurfa nú að greiða sérstakt ferðaþátttökugjald. Þessi breyting verður þess valdandi að þau félög sem hafa verið með mestan ferðakostnað þurfa nú að greiða minna en áður. „Þetta mál hefur lengi verið í umræðunni. Þessi tillaga skipti hreyfinguna miklu máli en hún skiptir hreyfingunni í tvennt eftir búsetu. Hún var samþykkt sem er ágætis skref í þá átt að koma til móts við félögin sem þurfa alltaf að leggja í meiri kostnað til að taka þátt í okkar mótum. Þetta jafnar kostnaðinn sem er jákvætt og loksins er þetta mál til lykta leitt,“ segir formaðurinn.Sömu mikilvægu verkefnin Meðal annarra mála sem voru samþykkt má nefna að gul spjöld verða nú aðskilin í bikarkeppni og Íslandsmóti. Leikmaður getur því ekki farið í bann í bikarleik vegna gulra spjalda í Íslandsmóti. „Það er til heilla fyrir liðin því þá geta liðin stillt upp sínum sterkustu liðum í stórum leikjum í stað þess að hvíla menn vegna þess að mikilvægur leikur sé fram undan í bikar.“ Geir segir að mikilvægustu málin á næstu árum sé að koma A-landsliðunum á stórmót. „Við erum alltaf að vinna að framförum eins og í mannvirkjamálum. Það verður áframhald á því. Íslensk knattspyrna er í miklum blóma og við viljum halda því áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira