Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 10:15 Frá vinstri: Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson sem var annar stærsti hluthafi bankans í gegnum eignarhaldsfélög sín. Ólafur og Al-Thani voru kunningjar, m.a í gegnum sameiginleg áhugamál sín, hestamennsku, en Al-Thani á stóran hestabúgarð í Katar. Vísir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur og eigendur Kaupþings, voru allir mættir í Hæstarétt snemma í morgun þegar málflutningur í Al-Thani málinu hófst. Þeir fara fram á frávísun málsins en til vara er krafist ómerkingar á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fara þeir allir fram á að málskostnaður falli á ríkissjóð. Fjórmenningarnir voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í héraði í desember 2013. Eru dómarnir yfir Hreiðari og Sigurði þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli hér á landi; Hreiðar var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður í fimm ára fangelsi. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, hóf daginn í Hæstarétti og heldur nú fyrri ræðu sína. Ákæruvaldið fer fram á að refsing ákærðu verði þyngd og að allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli á þá. Sjá einnig: Þungir dómar yfir KaupþingsmönnumTelja sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsinsBjörn reifaði stuttlega afstöðu ákæruvaldsins til frávísunarkröfu ákærðu og varakröfu þeirra um ómerkingu héraðsdóms. Hreiðar Már og Ólafur byggja kröfur sínar um frávísun meðal annars á því að þeir hafi ekki fengið tilhlýðilegan aðgang að gögnum málsins. Saksóknari sagði útilokað að veita ákærðu aðgang að öllum gögnum máls þar sem gæta þyrfti að þeim viðkvæmu persónuupplýsingum sem finna má í málsgögnum. „Það verður að gera þá kröfu til ákærðu að þeir tiltaki þau gögn sem þeir vilja fá aðgang að og þá er hægt að verða við því eftir sem við á. [...] Þá hefði ákærðu verið í lófa lagið að láta reyna á málið fyrir dómi ef þeim fannst aðgangur sinn að gögnunum takmarkaður en það gerðu þeir ekki,” sagði Björn. Þá vísar Hreiðar Már í frávísunarkröfu sinni til þess að rannsakendur hafi hlustað á símtöl sín við verjanda sinn en slíkt er ólöglegt. Saksóknari sagði alrangt að að hlustað hafi verið á símtölin. Þau mistök hefðu þó verið gerð að að fjórum símtölum ákærða og verjanda var ekki eytt en á þau var aldrei hlustað. Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Al-Thani málið.Lánaviðskipti sérfróðs meðdómanda við Kaupþing „óheppileg” Ómerkingarkrafa ákærðu byggist að mestu á þremur atriðum; trúverðugleika vitna, kröfur sem gerðar eru til rökstuðnings dóma og meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda í héraðsdómi, Magnúsar Benediktssonar, endurskoðanda. Hvað varðar trúverðuleika vitna telja ákærðu það rangt mat hjá héraðsdómi að fundir sem vitni áttu með verjendum hafi rýrt trúverðugleika. Þá er framburður þeirra vitna sem styðja gögn málsins dreginn í efa af ákærðu. „Sú staðreynd að verjendur ræddu við vitni hlýtur að verða til þess að rýra trúverðugleika vitna, sérstaklega þegar framburður þeirra var ekki sá sami hjá lögreglu og fyrir dómi,” sagði saksóknari. Þá mótmælti hann því að rökstuðningur héraðsdóms fyrir sakfellingu uppfylli ekki kröfur um dóma í sakamálum og taldi dóminn þvert á móti vel rökstuddan. Hvað varðar meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda í héraðsdómi þá var greint frá því desember síðastliðnum að hann, endurskoðandinn Magnús Benediktsson, hafði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Í upphafi árs 2013 voru tvö fyrirtæki sem Magnús tengdist tekin til gjaldþrotaskipta en meðal krafna í annað þeirra eru kröfur sem upphaflega voru í eigu Kaupþings og SPRON. Verjendur ákærðu telja þessa staðreynd geta leitt til vanhæfis Magnúsar sem sérfróðs meðdómanda en saksóknari sagði það útilokað. Viðurkenndi hann að þetta væri vissulega óheppilegt en leiddi ekki til vanhæfis.Blekking og sýndarmennska Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarmennsku og blekkingu í viðskiptum hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Áætlað er að málflutningur haldi áfram í Hæstarétti í dag og á morgun. Tengdar fréttir Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur og eigendur Kaupþings, voru allir mættir í Hæstarétt snemma í morgun þegar málflutningur í Al-Thani málinu hófst. Þeir fara fram á frávísun málsins en til vara er krafist ómerkingar á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá fara þeir allir fram á að málskostnaður falli á ríkissjóð. Fjórmenningarnir voru allir dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í héraði í desember 2013. Eru dómarnir yfir Hreiðari og Sigurði þeir þyngstu sem fallið hafa í efnahagsbrotamáli hér á landi; Hreiðar var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi og Sigurður í fimm ára fangelsi. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, hóf daginn í Hæstarétti og heldur nú fyrri ræðu sína. Ákæruvaldið fer fram á að refsing ákærðu verði þyngd og að allur sakarkostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti falli á þá. Sjá einnig: Þungir dómar yfir KaupþingsmönnumTelja sig ekki hafa fengið aðgang að öllum gögnum málsinsBjörn reifaði stuttlega afstöðu ákæruvaldsins til frávísunarkröfu ákærðu og varakröfu þeirra um ómerkingu héraðsdóms. Hreiðar Már og Ólafur byggja kröfur sínar um frávísun meðal annars á því að þeir hafi ekki fengið tilhlýðilegan aðgang að gögnum málsins. Saksóknari sagði útilokað að veita ákærðu aðgang að öllum gögnum máls þar sem gæta þyrfti að þeim viðkvæmu persónuupplýsingum sem finna má í málsgögnum. „Það verður að gera þá kröfu til ákærðu að þeir tiltaki þau gögn sem þeir vilja fá aðgang að og þá er hægt að verða við því eftir sem við á. [...] Þá hefði ákærðu verið í lófa lagið að láta reyna á málið fyrir dómi ef þeim fannst aðgangur sinn að gögnunum takmarkaður en það gerðu þeir ekki,” sagði Björn. Þá vísar Hreiðar Már í frávísunarkröfu sinni til þess að rannsakendur hafi hlustað á símtöl sín við verjanda sinn en slíkt er ólöglegt. Saksóknari sagði alrangt að að hlustað hafi verið á símtölin. Þau mistök hefðu þó verið gerð að að fjórum símtölum ákærða og verjanda var ekki eytt en á þau var aldrei hlustað. Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Al-Thani málið.Lánaviðskipti sérfróðs meðdómanda við Kaupþing „óheppileg” Ómerkingarkrafa ákærðu byggist að mestu á þremur atriðum; trúverðugleika vitna, kröfur sem gerðar eru til rökstuðnings dóma og meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda í héraðsdómi, Magnúsar Benediktssonar, endurskoðanda. Hvað varðar trúverðuleika vitna telja ákærðu það rangt mat hjá héraðsdómi að fundir sem vitni áttu með verjendum hafi rýrt trúverðugleika. Þá er framburður þeirra vitna sem styðja gögn málsins dreginn í efa af ákærðu. „Sú staðreynd að verjendur ræddu við vitni hlýtur að verða til þess að rýra trúverðugleika vitna, sérstaklega þegar framburður þeirra var ekki sá sami hjá lögreglu og fyrir dómi,” sagði saksóknari. Þá mótmælti hann því að rökstuðningur héraðsdóms fyrir sakfellingu uppfylli ekki kröfur um dóma í sakamálum og taldi dóminn þvert á móti vel rökstuddan. Hvað varðar meint vanhæfi sérfróðs meðdómanda í héraðsdómi þá var greint frá því desember síðastliðnum að hann, endurskoðandinn Magnús Benediktsson, hafði átt í lánaviðskiptum við Kaupþing og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Í upphafi árs 2013 voru tvö fyrirtæki sem Magnús tengdist tekin til gjaldþrotaskipta en meðal krafna í annað þeirra eru kröfur sem upphaflega voru í eigu Kaupþings og SPRON. Verjendur ákærðu telja þessa staðreynd geta leitt til vanhæfis Magnúsar sem sérfróðs meðdómanda en saksóknari sagði það útilokað. Viðurkenndi hann að þetta væri vissulega óheppilegt en leiddi ekki til vanhæfis.Blekking og sýndarmennska Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarmennsku og blekkingu í viðskiptum hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Áætlað er að málflutningur haldi áfram í Hæstarétti í dag og á morgun.
Tengdar fréttir Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47 Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51
Skýrslutökurnar varpi ljósi á ólögmætar símhleranir Lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fram kröfu þess efnis að skýrslur verði teknar af sjö aðilum sem tengjast Al-Thani málinu svokallaða. Meðal þeirra eru rannsakendur sérstaks saksóknara. 5. nóvember 2014 11:37
Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00
Sérstakur gefur ekki skýrslu um hleranir Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og þurfa sex manns sem starfa eða störfuðu hjá sérstökum saksóknara ekki að gefa skýrslu vegna hlerana í Al Thani-málinu. 18. desember 2014 16:47