Innlent

Friðrik Ólafsson verður sjötti heiðursborgari Reykjavíkur

Bjarki Ármannsson skrifar
Friðrik Ólafsson er áttræður í dag.
Friðrik Ólafsson er áttræður í dag. Vísir/GVA
Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák, verður gerður að heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða næstkomandi miðvikudag. Friðrik, sem fagnar áttatíu ára afmæli sínu í dag, verður sjötti einstaklingurinn sem hlýtur þessa nafnbót.

Greint er frá þessu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en borgarráð samþykkti þessa tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi síðastliðinn fimmtudag.

„Með því að sæma Friðrik Ólafsson heiðursborgaratitli vill Reykjavíkurborg þakka Friðriki fyrir árangur hans og afrek á sviði skáklistarinnar,“ segir í tilkynningunni.

Friðrik varð stórmeistari í skák árið 1958, gegndi stöðu forseta Alþjóðaskáksambandsins á árunum 1978 til 1982 og starfaði sem skrifstofustjóri Alþingis að því loknu.

Þeir sem áður hafa verið gerðir að heiðursborgara Reykjavíkur eru séra Bjarni Jónsson, Kristján Sveinsson augnlæknir, Vigdís Finnbogadóttir, Erró og Yoko Ono.


Tengdar fréttir

25 stórmeistarar skráðir til leiks

Í tilefni skákdagsins undirrituðu SÍ og GAMMA samning þess efnis að GAMMA verði aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins næstu fjögur ár.

Friðrik Ólafsson 80 ára

Fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák á stórafmæli í dag. Friðrik var á tímabili í hópi sterkustu skákmanna heimsins auk þess að vera skrifstofustjóri Alþingis og forseti FIDE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×