Hanna Rún og Nikita eru að snúa aftur á gólfið eftir barnsburð Hönnu, en þau hófu að dansa saman fyrir tveimur árum.
Áður dansaði Hanna Rún með Sigurði Þór Sigurðssyni, en þau gerðu garðinn frægan í tveimur þáttaröðum af dansþættinum Dans dans dans sem sýndur var á RÚV.
Hanna Rún hafði betur í uppgjörinu við sinn fyrrverandi dansfélaga því Sigurður og félagi hans, Annalisa Zoanetti, höfnuðu í öðru sæti. Ástrós Traustadótir og Javier Fernandes urðu í þriðja sæti.
Hanna Rún og Nikita unnu tvöfalt því einnig var keppt um Íslandsmeistaratitilinn í latin-dönsum á Reykjavíkurleikunum. Í þeirri keppni urðu Ástrós og Javier í öðru sæti en bæði pör unnu sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Austurríki í haust.
Hér að neðan má sjá myndband af sólódansi Hönnu Rúnar og Nikita þar sem þau dansa Sömbu.