Kosningarnar í Grikklandi: ESB og Þjóðverjar líti í eigin barm Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2015 11:52 Eiríkur Bergmann Einarsson segir það athyglisverða vera að hinir nýju ríkisstjórnarflokkar beinlínis hafa verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. Vísir/AP/Vilhelm „Ég held að Evrópusambandið og Þjóðverjar sérstaklega þurfi að líta í eigin barm. Sá sem lánar meira fé heldur en lántakandinn ræður við að greiða ber líka sína ábyrgð,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor, aðspurður um áhrif úrslita þingkosninganna í Grikklandi á Evrópusamstarfið. Eiríkur segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum þess hafi, að einhverju leyti í það minnsta, slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. „Það virðist hafa blasað við, og það blasir bókstaflega við, að þeir 240 milljarðar evra sem Grikkir tókust á hendur í krísunni hafi verið allt of mikill biti, sérstaklega fyrir ríki sem hefur eiginlega alla 20. öldina verið á hvínandi kúpunni og skuldað allt of mikið fyrir. Kannski var það alltaf ábyrgðarhluti að lána allt þetta fé niður eftir.“Viðbrögð við megnri óánægju grísks almenningsVinstriflokkurinn Syriza vann stórsigur í grísku þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur flokkurinn nú myndað ríkisstjórn með hægriflokknum Sjálfstæðum Grikkjum.Hvað skýrir þennan mikla sigur Syriza?„Það er megn og útbreidd óánægja í Grikklandi með þær hörðu aðhaldsaðgerðir sem farið var í í kjölfar fjármálakrísunnar þegar grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna og þríeykið svokallaða, það er Evrópusambandið, Evróska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku á gríðarlegu fé til að bjarga gríska ríkinu frá því að fara í greiðslufall. Það þarf auðvitað að greiða þetta lán til baka og það hefur kallað á gríðarlegan niðurskurð í opinberri þjónustu. Það var eitt af skilyrðum lánsins að gríska ríkið myndi koma reiðum á efnahaginn heima fyrir. Það hefur kostað fólk í landinu gríðarlega efnahagslega erfiðleika. Þetta er auðvitað viðbrögð við því.“Sætta sig ekki við aðgerðirnarEiríkur segir það athyglisverða vera að þessir flokkar tveir hafi beinlínis verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. „Syriza er vinstriflokkur og hefur sagt það að Grikkir geti ekki greitt allar þessar skuldir og að endursemja þurfi við lánadrottna. „Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðir Grikkir, er hægri flokkur en þeir eiga þetta markmið sameiginlegt. Mér sýnist þetta vera mjög skýr niðurstaða og skýr skilaboð frá grísku þjóðinni þess efnis að menn sætti sig ekki við þær aðgerðir sem farið var út í í kjölfar fjármálakrísunnar og menn ætli sér ekki að fylgja því prógrammi sem þar var lagt upp með.“ESB tekst mögulega að einangra vandannEiríkur segir að Evrópusambandið ætti hugsanlega náð að einangrað vandamálið við Grikkland og sagt sem svo að aðstæður á Grikklandi séu einstakar. „Mögulega næst að semja við Grikki upp á nýtt og þá vonandi þannig að þeir geti haldist innan evrunnar því það myndi geta leitt gríðarlegar hörmungar yfir grískan almenning ef þeir hrökklast úr úr því samstarfi. Ég myndi halda að það væri rými til að semja við þá.“ Hann segir að menn óttist að þessi óánægja breiðist út til annarra landa og að önnur lönd fari að hóta því að greiða ekki skuldir sínar sem þær tókust á herðar í fjármálakrísunni, eins og til að mynda á Spáni. „Þar er uppgangur álíka flokks og Syriza að verða mjög mikill og málflutningur að færast í svipaða átt. Við vitum ekki hvort þetta sé einangrað mál við Grikkland eða hvort þetta sé vandi sem breiðist út.“ Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
„Ég held að Evrópusambandið og Þjóðverjar sérstaklega þurfi að líta í eigin barm. Sá sem lánar meira fé heldur en lántakandinn ræður við að greiða ber líka sína ábyrgð,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor, aðspurður um áhrif úrslita þingkosninganna í Grikklandi á Evrópusamstarfið. Eiríkur segir ESB nú þurfa að mæta þeirri staðreynd að eitt af aðildarríkjum þess hafi, að einhverju leyti í það minnsta, slitið sig frá því samkomulagi sem lagt var upp með að bjarga fjármálakerfi álfunnar. „Það virðist hafa blasað við, og það blasir bókstaflega við, að þeir 240 milljarðar evra sem Grikkir tókust á hendur í krísunni hafi verið allt of mikill biti, sérstaklega fyrir ríki sem hefur eiginlega alla 20. öldina verið á hvínandi kúpunni og skuldað allt of mikið fyrir. Kannski var það alltaf ábyrgðarhluti að lána allt þetta fé niður eftir.“Viðbrögð við megnri óánægju grísks almenningsVinstriflokkurinn Syriza vann stórsigur í grísku þingkosningunum sem fram fóru í gær og hefur flokkurinn nú myndað ríkisstjórn með hægriflokknum Sjálfstæðum Grikkjum.Hvað skýrir þennan mikla sigur Syriza?„Það er megn og útbreidd óánægja í Grikklandi með þær hörðu aðhaldsaðgerðir sem farið var í í kjölfar fjármálakrísunnar þegar grísk stjórnvöld sömdu við lánadrottna og þríeykið svokallaða, það er Evrópusambandið, Evróska seðlabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lántöku á gríðarlegu fé til að bjarga gríska ríkinu frá því að fara í greiðslufall. Það þarf auðvitað að greiða þetta lán til baka og það hefur kallað á gríðarlegan niðurskurð í opinberri þjónustu. Það var eitt af skilyrðum lánsins að gríska ríkið myndi koma reiðum á efnahaginn heima fyrir. Það hefur kostað fólk í landinu gríðarlega efnahagslega erfiðleika. Þetta er auðvitað viðbrögð við því.“Sætta sig ekki við aðgerðirnarEiríkur segir það athyglisverða vera að þessir flokkar tveir hafi beinlínis verið stofnaðir í andstöðu við þennan mikla niðurskurð og að þiggja þetta lánsfé frá alþjóðasamtökum. „Syriza er vinstriflokkur og hefur sagt það að Grikkir geti ekki greitt allar þessar skuldir og að endursemja þurfi við lánadrottna. „Samstarfsflokkurinn, Sjálfstæðir Grikkir, er hægri flokkur en þeir eiga þetta markmið sameiginlegt. Mér sýnist þetta vera mjög skýr niðurstaða og skýr skilaboð frá grísku þjóðinni þess efnis að menn sætti sig ekki við þær aðgerðir sem farið var út í í kjölfar fjármálakrísunnar og menn ætli sér ekki að fylgja því prógrammi sem þar var lagt upp með.“ESB tekst mögulega að einangra vandannEiríkur segir að Evrópusambandið ætti hugsanlega náð að einangrað vandamálið við Grikkland og sagt sem svo að aðstæður á Grikklandi séu einstakar. „Mögulega næst að semja við Grikki upp á nýtt og þá vonandi þannig að þeir geti haldist innan evrunnar því það myndi geta leitt gríðarlegar hörmungar yfir grískan almenning ef þeir hrökklast úr úr því samstarfi. Ég myndi halda að það væri rými til að semja við þá.“ Hann segir að menn óttist að þessi óánægja breiðist út til annarra landa og að önnur lönd fari að hóta því að greiða ekki skuldir sínar sem þær tókust á herðar í fjármálakrísunni, eins og til að mynda á Spáni. „Þar er uppgangur álíka flokks og Syriza að verða mjög mikill og málflutningur að færast í svipaða átt. Við vitum ekki hvort þetta sé einangrað mál við Grikkland eða hvort þetta sé vandi sem breiðist út.“
Grikkland Tengdar fréttir SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00 Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17 Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00 Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27 Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
SYRIZA boðar nýtt upphaf Þingkosningar fóru fram í Grikklandi í dag. SYRIZA bar stórsigur úr bítum samkvæmt útgönguspám. 25. janúar 2015 23:00
Segjast ætla binda enda á „niðurlægingu“ Grikklands Þrír dagar eru nú til kosninga í Grikklandi og mælist vinstriflokkurinn Syriza stærstur í könnunum. 23. janúar 2015 09:17
Lofar grískri endurreisn Vinstriflokkurinn SYRIZA virðist nokkuð öruggur um stórsigur í þingkosningunum í Grikklandi á morgun. 24. janúar 2015 11:00
Tímamótakosningar í Grikklandi Samkvæmt skoðanakönnunum eru miklar líkur á að stjórnarandstöðuflokkurinn Syriza sigri. 25. janúar 2015 14:27
Merkel hvetur Grikki til að halda tryggð við Evrópu Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að hún vilji að Grikkland "verði áfram hluti af sögu okkar“. Þingkosningar fara fram í landinu á sunnudag. 23. janúar 2015 13:49