Ísland snarbrjálað þegar veður er annars vegar Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2015 18:41 Þrír breskir göngugarpar og tveir myndatökumenn voru sóttir af þyrlu Landhelgisgæslunnar upp í Emstru í dag eftir að veður aftraði för þeirra. Þeir segja mikil vonbrigði að þeim tókst ekki að ljúka ætlunarverkinu sem var að ganga þvert yfir landið. Göngugarparnir eru allir um tvítugt og voru upphaflega fjórir þegar þeir lögðu af stað frá Riftanga norður á Melrakkasléttu hinn 3. desember. Þaðan hugðust þeir ganga á skíðum þvert yfir landið og enda í Vík í Mýrdal átján dögum síðar.Bretarnir ánægðir í höndum björgunarmanna.Vísir/LHGEftir nokkra daga veiktist einn þeirra hastarlega í lungum og snéru þeir þá aftur til Kópaskers með aðstoð björgunarsveita og þurfti hinn veiki frá að hverfa. Hinir þrír lögðu síðan aftur upp frá Akureyri. Í morgun voru þeir staddir á Emstru norðaustur af Mýrdalsjökli í vondu veðri ásamt tveimur bandarískum kvikmyndatökumönnum, karli og konu, og óskuðu ráðlegginga frá Landhelgisgæslunni sem taldi öruggast að ná í hópinn.Vel búnir og vanir þrátt fyrir ungan aldur Hópurinn var vel búinn bæði hvað varðar göngu og fjarskiptabúnað. Charlie Smith var þakklátur aðstoðinni en vonbrigðin leyndu sér ekki yfir því að ætlunarverkið tókst ekki að fullu. „Ég er einlæglega miður mín og vonbrigðin eru mikil. En það sem skiptir mestu er að við erum öll hér heil á húfi. Við getum ekki farið fram á mikið meira,“ segir Charlie sem þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur mikla reynslu. Hann fór meðal annars með leiðangri á Norðurskautið snemma á þessu ári. Archie Wilson er tvítugur og hefur gengið fjöll frá barnsaldri. Hann segir að mjög kalt hafi verið á köflum. „Félagi minn Stefan er töluvert illa kalinn og er með slæmar blöðrur á fótunum. Ég er með kalsár á báðum stóru tánum. Ef þú telur storminn núna þá höfum við lent í tveimur sögulegum stormum á Íslandi á tæpum mánuði,“ segir Archie. En sá fyrri var óveðrið mikla sem skall á hinn 7. desember. Hinn tvítugi Stefan Rijnbeek er hálfrússneskur og hálf breskur. Hann þekkir vel til mikilla kulda í Rússlandi og er vanur fjallgöngum. Stöðugar veðrabreytingar og rigning á íslenskum fjöllum var hins vegar ný reynsla.„Við ætluðum ekki beinlínis að óska eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni en báðum hana um ráðleggingar miðað við aðstæður. Við höfðum séð að veðurspáin var fremur slæm fyrir þetta svæði og veðrið tók að versna mikið í morgun. Eftir að hafa rætt við Gæsluna var það niðurstaðan að skynsamlegast væri að yfirgefa svæðið,“ segir Stefan.Hamingjusamir eftir reynslunaÞrátt fyrir allt hafa ungu mennirnir þó afrekað nokkuð með ferð sinni og lært mikið. „Til dæmis að Ísland er algerlega brjálaður staður þegar veðrið er annars vegar. Þú getur ekki undirbúið þig vel fyrir það. Þú getur búið þig undir kulda og fyrir vætu en það er erfitt að undirbúa sig fyrir bæði skilyrðin samtímis,“ segir Stefan. Leiðangurinn kallaðist The Coolest Crossing (http://www.thecoldestcrossing.com ) og var tilgangurinn með með honum að sýna að fólk á þeirra aldri geti ráðið við erfið verkefni með góðum undirbúningi og þrautsegju. Vel hefur verið fylgst með hópunum á Netinu og bandarísk heimildarmynd er í smíðum. Þeir félagar eru afar þakklátir Landhelgisgæslunni. „Hundrað prósent og ekki bara Landhelgisgæslunni heldur öllu því frábæra fólki sem kom okkur til aðstoðar og hjálpar á þessum tíma. Persónulega er margt af þessu fólki það merkilegasta sem ég hef á ævi minni hitt,“ segir Charlie. Hann nefnir fólk á Kópaskeri og Akureyri sem allt var boðið og búið að veita þeim margs konar aðstoð og húsaskjól. Þótt hann sé kalinn á tánum er Archie hæst ánægður með leiðangurinn og lífsreynsluna. „Já, þetta hefur verið þvílíkt ævintýri þótt ég sé ekki viss um að við gerum nokkuð þessu líkt aftur. Kannski ekki á Íslandi. Við hlífum ykkur við því en ég er ákaflega hamingjusamur,“ segir Archie Wilson. Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Þrír breskir göngugarpar og tveir myndatökumenn voru sóttir af þyrlu Landhelgisgæslunnar upp í Emstru í dag eftir að veður aftraði för þeirra. Þeir segja mikil vonbrigði að þeim tókst ekki að ljúka ætlunarverkinu sem var að ganga þvert yfir landið. Göngugarparnir eru allir um tvítugt og voru upphaflega fjórir þegar þeir lögðu af stað frá Riftanga norður á Melrakkasléttu hinn 3. desember. Þaðan hugðust þeir ganga á skíðum þvert yfir landið og enda í Vík í Mýrdal átján dögum síðar.Bretarnir ánægðir í höndum björgunarmanna.Vísir/LHGEftir nokkra daga veiktist einn þeirra hastarlega í lungum og snéru þeir þá aftur til Kópaskers með aðstoð björgunarsveita og þurfti hinn veiki frá að hverfa. Hinir þrír lögðu síðan aftur upp frá Akureyri. Í morgun voru þeir staddir á Emstru norðaustur af Mýrdalsjökli í vondu veðri ásamt tveimur bandarískum kvikmyndatökumönnum, karli og konu, og óskuðu ráðlegginga frá Landhelgisgæslunni sem taldi öruggast að ná í hópinn.Vel búnir og vanir þrátt fyrir ungan aldur Hópurinn var vel búinn bæði hvað varðar göngu og fjarskiptabúnað. Charlie Smith var þakklátur aðstoðinni en vonbrigðin leyndu sér ekki yfir því að ætlunarverkið tókst ekki að fullu. „Ég er einlæglega miður mín og vonbrigðin eru mikil. En það sem skiptir mestu er að við erum öll hér heil á húfi. Við getum ekki farið fram á mikið meira,“ segir Charlie sem þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára hefur mikla reynslu. Hann fór meðal annars með leiðangri á Norðurskautið snemma á þessu ári. Archie Wilson er tvítugur og hefur gengið fjöll frá barnsaldri. Hann segir að mjög kalt hafi verið á köflum. „Félagi minn Stefan er töluvert illa kalinn og er með slæmar blöðrur á fótunum. Ég er með kalsár á báðum stóru tánum. Ef þú telur storminn núna þá höfum við lent í tveimur sögulegum stormum á Íslandi á tæpum mánuði,“ segir Archie. En sá fyrri var óveðrið mikla sem skall á hinn 7. desember. Hinn tvítugi Stefan Rijnbeek er hálfrússneskur og hálf breskur. Hann þekkir vel til mikilla kulda í Rússlandi og er vanur fjallgöngum. Stöðugar veðrabreytingar og rigning á íslenskum fjöllum var hins vegar ný reynsla.„Við ætluðum ekki beinlínis að óska eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni en báðum hana um ráðleggingar miðað við aðstæður. Við höfðum séð að veðurspáin var fremur slæm fyrir þetta svæði og veðrið tók að versna mikið í morgun. Eftir að hafa rætt við Gæsluna var það niðurstaðan að skynsamlegast væri að yfirgefa svæðið,“ segir Stefan.Hamingjusamir eftir reynslunaÞrátt fyrir allt hafa ungu mennirnir þó afrekað nokkuð með ferð sinni og lært mikið. „Til dæmis að Ísland er algerlega brjálaður staður þegar veðrið er annars vegar. Þú getur ekki undirbúið þig vel fyrir það. Þú getur búið þig undir kulda og fyrir vætu en það er erfitt að undirbúa sig fyrir bæði skilyrðin samtímis,“ segir Stefan. Leiðangurinn kallaðist The Coolest Crossing (http://www.thecoldestcrossing.com ) og var tilgangurinn með með honum að sýna að fólk á þeirra aldri geti ráðið við erfið verkefni með góðum undirbúningi og þrautsegju. Vel hefur verið fylgst með hópunum á Netinu og bandarísk heimildarmynd er í smíðum. Þeir félagar eru afar þakklátir Landhelgisgæslunni. „Hundrað prósent og ekki bara Landhelgisgæslunni heldur öllu því frábæra fólki sem kom okkur til aðstoðar og hjálpar á þessum tíma. Persónulega er margt af þessu fólki það merkilegasta sem ég hef á ævi minni hitt,“ segir Charlie. Hann nefnir fólk á Kópaskeri og Akureyri sem allt var boðið og búið að veita þeim margs konar aðstoð og húsaskjól. Þótt hann sé kalinn á tánum er Archie hæst ánægður með leiðangurinn og lífsreynsluna. „Já, þetta hefur verið þvílíkt ævintýri þótt ég sé ekki viss um að við gerum nokkuð þessu líkt aftur. Kannski ekki á Íslandi. Við hlífum ykkur við því en ég er ákaflega hamingjusamur,“ segir Archie Wilson.
Tengdar fréttir Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Breskum göngumönnum bjargað í þriðja sinn á innan við mánuði Bresku göngumönnunum sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti inn í Emstrur í dag hefur tvisvar sinnum áður verið bjargað á ferð sinni um landið en þeir ætla sér að ganga einir og óstuddir yfir hálendi Íslands nú í desember. 29. desember 2015 15:14