„Sögulegum stormi“ spáð á Íslandi á morgun sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 09:59 Djúp lægð nálgast landið óðfluga og spá fjölmiðlar ytra því að stormurinn verði „sögulegur“. Er hann talinn verða svo öflugur að met verði slegin. mynd/mashable/EARTH SIMULATOR Fjölmiðlar ytra telja að lægðin sem nú nálgast landið verði söguleg. Líklega verði met slegin á Norður-Atlantshafi, þegar lágþrýstingskrefið sem olli öflugum hvirfilbyljum við Dallas í Bandaríkjunum umbreytist í risavaxinn storm yfir Íslandi.Á vefsíðu Washington Post er sagt frá því að öflugir vindar séu algengir á Íslandi. Þessi stormur gæti þó orðið með þeim sterkustu og að heita loftið sem honum fylgi gæti hækkað hitastigið á Norðurpólnum um nokkrar gráður. Þá muni Bretar einnig finna vel fyrir óveðrinu. Meteosat-10 infrared animation w/Atlantic low pressure system starting to rapidly intensify while moving quickly NE. pic.twitter.com/Ikg58wCSoO— NWS OPC (@NWSOPC) December 28, 2015 Reikningar bregðast oft Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði á bloggsíðu sína í gær að Evrópumiðstöðin hefði „heldur betur bætt í lægðina miklu“ sem eigi að heimsækja okkur á aðfaranótt miðvikudags. Hún reikni miðjuþrýsting nú 931 hPa. Þá vilji bandaríska veðurstofan enn betur og segi 924 hPa, en að efri talan sé líklegri.Sjá einnig: Fylgstu með storminum nálgast „Það er sárasjaldan að þrýstingur fer niður fyrir 930 hPa hér við land. Fullsnemmt er þó að fara að smjatta á slíku – enn er meir en sólarhringur til stefnu og reikningar bregðast oft á styttri tíma. Við bíðum því aðeins með einhverjar greinargerðir um lágþrýsting,“ skrifar Trausti. Veðurstofan varaði í dag við stormi víða á landinu, þar sem hún býst við roki eða ofsaveðri á landinu í kvöld, en að það lægi strax annað kvöld. Veðurspána má sjá hér fyrir neðan:Suðaustlæg átt í dag 8-15 m/s. Þurrt norðan- og norðaustanlands, slydda eða rigning með köflum sunnantil, en annars dálítil él. Mjög djúp lægð nálgast landið í kvöld úr suðri með ört vaxandi austan átt og fer hún allhratt norður yfir land í nótt. Aðal vindstrengur þessarar lægðar er austan við lægðarmiðjuna og gera nýjustu spár ráð fyrir að vindstrengurinn nái inn á landið austanvert með sunnan roki og sums staðar fárviðri við austurströndina í nótt.Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám því ekki þarf braut lægðarinnar að breytast mikið til þess að miklar breytingar verði á veðurspám. Í kvöld og nótt má einnig búast við talsverðri úrkomu suðaustanlands og á Austfjörðum. Upp úr hádegi á morgun verður lægðin komin norður fyrir land og má þá búast við suðvestan átt 15-25 m/s með skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður þá á annesjum norðantil. Annað kvöld dregur síðan ört úr vindi. Tues-Wed intense hurricane-force cyclone to track right over Iceland (930 mb) w/warm sector bombarding U.K. pic.twitter.com/DjHWvLzdd2— Ryan Maue (@RyanMaue) December 28, 2015 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fjölmiðlar ytra telja að lægðin sem nú nálgast landið verði söguleg. Líklega verði met slegin á Norður-Atlantshafi, þegar lágþrýstingskrefið sem olli öflugum hvirfilbyljum við Dallas í Bandaríkjunum umbreytist í risavaxinn storm yfir Íslandi.Á vefsíðu Washington Post er sagt frá því að öflugir vindar séu algengir á Íslandi. Þessi stormur gæti þó orðið með þeim sterkustu og að heita loftið sem honum fylgi gæti hækkað hitastigið á Norðurpólnum um nokkrar gráður. Þá muni Bretar einnig finna vel fyrir óveðrinu. Meteosat-10 infrared animation w/Atlantic low pressure system starting to rapidly intensify while moving quickly NE. pic.twitter.com/Ikg58wCSoO— NWS OPC (@NWSOPC) December 28, 2015 Reikningar bregðast oft Trausti Jónsson veðurfræðingur skrifaði á bloggsíðu sína í gær að Evrópumiðstöðin hefði „heldur betur bætt í lægðina miklu“ sem eigi að heimsækja okkur á aðfaranótt miðvikudags. Hún reikni miðjuþrýsting nú 931 hPa. Þá vilji bandaríska veðurstofan enn betur og segi 924 hPa, en að efri talan sé líklegri.Sjá einnig: Fylgstu með storminum nálgast „Það er sárasjaldan að þrýstingur fer niður fyrir 930 hPa hér við land. Fullsnemmt er þó að fara að smjatta á slíku – enn er meir en sólarhringur til stefnu og reikningar bregðast oft á styttri tíma. Við bíðum því aðeins með einhverjar greinargerðir um lágþrýsting,“ skrifar Trausti. Veðurstofan varaði í dag við stormi víða á landinu, þar sem hún býst við roki eða ofsaveðri á landinu í kvöld, en að það lægi strax annað kvöld. Veðurspána má sjá hér fyrir neðan:Suðaustlæg átt í dag 8-15 m/s. Þurrt norðan- og norðaustanlands, slydda eða rigning með köflum sunnantil, en annars dálítil él. Mjög djúp lægð nálgast landið í kvöld úr suðri með ört vaxandi austan átt og fer hún allhratt norður yfir land í nótt. Aðal vindstrengur þessarar lægðar er austan við lægðarmiðjuna og gera nýjustu spár ráð fyrir að vindstrengurinn nái inn á landið austanvert með sunnan roki og sums staðar fárviðri við austurströndina í nótt.Mikilvægt er að fylgjast með veðurspám því ekki þarf braut lægðarinnar að breytast mikið til þess að miklar breytingar verði á veðurspám. Í kvöld og nótt má einnig búast við talsverðri úrkomu suðaustanlands og á Austfjörðum. Upp úr hádegi á morgun verður lægðin komin norður fyrir land og má þá búast við suðvestan átt 15-25 m/s með skúrum eða éljum um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður þá á annesjum norðantil. Annað kvöld dregur síðan ört úr vindi. Tues-Wed intense hurricane-force cyclone to track right over Iceland (930 mb) w/warm sector bombarding U.K. pic.twitter.com/DjHWvLzdd2— Ryan Maue (@RyanMaue) December 28, 2015
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira