Innlent

Öll aðildarfélögin tólf samþykktu boðun verkfalls

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðbrandur Einarsson er formaður LÍV.
Guðbrandur Einarsson er formaður LÍV. vísir/vilhelm
Verkfallsboðun á félagssvæðum aðildarfélaga Landsambands íslenzkra verzlunarmanna var í dag samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádeginu. Öll 12 aðildarfélög LÍV samþykktu boðun verkfalls.

Kosið var um verkfall meðal félagsmanna sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins annars vegar og innan Félags atvinnurekenda hins vegar. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn.

Undirbúningur verkfallsaðgerða heldur því áfram en fyrirhugað er að þær hefjist með 2ja daga verkfalli starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum þann 28. maí. Tveggja daga verkföll í fleiri starfsgreinum fylgja svo í kjölfarið en þann 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.

Hér að neðan má sjá niðurstöðu allra aðildarfélaga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×