Rætt um að krefjast bólusetningar hjá skólabörnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:06 Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“ Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir það áhyggjuefni ef foreldrum heldur áfram að fækka sem bólusetja börn sín. Hann segir að rætt hafi verið um að krefjast þess að börn séu bólusett til að þau geti gengið í skóla hér á landi. Í vikunni var birt svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi þar sem fram kemur að á bilinu fimm til tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Ráðherrann segir að vel sé fylgst með þróun mála. „Við höfum áhyggjur af því ef það fer að slakna á þessu,“ segir Kristján Þór. „Við Íslendingar stöndum okkur mjög vel í samanburði við aðrar þjóðir í bólusetningum en við verðum að sjálfsögðu að vera reiðubúin til þess að grípa þá til einhverra aðgerða og inn í þá þróun ef við förum að slaka eitthvað meira á en þetta. Að mati embætti sóttvarnalæknis þá er ekki ástæða til þess á þessari stundu en við fylgjumst að sjálfsögðu vel með þessu.“Sjá einnig: Vill ekki bólusetja börnin sín Dæmi eru um það, til að mynda í Bandaríkjunum, að þess sé krafist að börn séu bólusett gegn ákveðnum sjúkdómum til að þau megi ganga í opinbera skóla. Foreldrar þurfa þá oft að framvísa bólusetningarskírteinum svo hægt sé að skrá börnin í skóla. Kristján Þór segir að rætt hafi verið hvort að hægt sé að fara slíka leið á leikskólum hér á landi ef börnum sem eru bólusett heldur áfram að fækka. „Við höfum rætt það en það hefur í sjálfu sér ekkert náð lengra,“ segir hann. „Það er ein af þeim leiðum sem hefur komið upp til umræðu en á þessu stigi tel ég ekki vera ástæðu til slíkra inngripa. Þróunin hefur ekki verið það hröð eða slakinn. Þvert á móti metur embætti sóttvarnalæknis að við séum í ágætis málum enn. En að sjálfsögðu er ég reiðubúinn ef að á þarf að reyna að íhuga og ræða þá við embætti sóttvarnalæknis allar þær aðgerðir sem þarf til svo Íslendingar haldi stöðu sinni í þessum efnum.“
Bólusetningar Tengdar fréttir Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15 Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43 Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. 21. febrúar 2015 19:15
Obama hvetur foreldra til að láta bólusetja börnin „Það eru margar ástæður fyrir bólusetningu en engar fyrir því að gera það ekki“ 2. febrúar 2015 22:43
Vill ekki bólusetja börnin sín Þriggja barna móðir segist telja betra að sneiða hjá bólusetningum og miðar við slæma reynslu sína af þeim. Foreldrum hér á landi sem vilja hafna bólusetningum fyrir börn sín fjölgar. 20. febrúar 2015 19:36