„Hreinlega náðu ekki andanum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 12:56 „Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15