Samningafundur Læknafélags Íslands og ríkisins , sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í gær, stóð fram á tólfta tímann í gærkvöldi án þess að samkomulag næðist og verður fundarhöldum haldið áfram klukkan eitt í dag.
Verkfallið stendur því enn. Deilendur segja að þokast hafi í samkomulagsátt á ýmsum sviðum en að ýmis mál séu óleyst, án þess að þeir tjái sig um hver þau eru.
Bráðatilvikum er sinnt og var í gær óskað eftir nokkrum undanþágum fyrir sérhæft starfsfólk til að sinna þeim, og voru þær veittar.
Innlent