Skattaskjólið Ísland Gunnar Þór Gíslason skrifar 6. janúar 2015 00:00 Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Forstjóri Haga hefur nú gengist við því að kjúklingaeldi heyri til landbúnaðar en ekki iðnaðarframleiðslu. Það er umtalsvert ánægjuefni. Sinnaskiptin voru gerð lýðnum heyrinkunn á sjálfum aðfangadegi jóla í grein hér í Fréttablaðinu. Tilefni skrifa forstjórans var samt að gera tortryggilegt eignarhald fyrirtækis sem stundar kjúklingaeldi á Íslandi, Matfugls ehf., sem er að öllu leyti í eigu eignarhaldsfélagsins Langasjávar ehf. Langisjór ehf. á nokkur önnur íslensk félög sem sinna starfsemi af ýmsu tagi, hafa hátt í 300 manns í vinnu og standa við skatta sína og skyldur á sama hátt og önnur félög í íslenskum atvinnurekstri. Hluthafar Langasjávar ehf. eru fjögur íslensk systkin og öll störfum við hjá dótturfélögum Langasjávar. Fimmti hluthafinn er Coldrock Investments Limited, félag skráð í Evrópusambandsríkinu Möltu. Forstjórinn kallar þennan eiganda Langasjávar „bændur í skattaskjólum“ og leggur síðan út af eigin fullyrðingu á kunnuglegan máta frá hans hendi í opinberri umræðu. Skilja má af orðum forstjórans að erlend fjárfesting sé á einhvern hátt óeðlileg eða óæskileg í íslensku atvinnulífi, sem kemur satt að segja á óvart. Aðallega gefur hann samt í skyn að það sé skattalegt athugunarefni að félag á Möltu eigi hlut í íslensku eignarhaldsfélagi, sem kemur á óvart líka! Svo vill til að greinarhöfundur, Finnur Árnason, er velmenntaður viðskiptafræðingur hérlendis og erlendis, einn af framámönnum íslensks viðskiptalífs til margra ára og einn hæstlaunaði forstjóri Íslands. Hann ætti að vita betur en flestir að skattanna vegna er tæplega hagstæðara að eiga og reka eignarhaldsfélög en einmitt hér heima. Ísland er „skattaskjól“ í þeim skilningi! Ég þekki ekki skattakerfi Möltu í þaula en vandséð er hvernig skattlagning félaga vegna tekna þeirra af eignarhlutum í öðrum félögum getur verið lægri en það sem íslensk eignarhaldsfélög greiða, 0% – núll! Þetta veit Finnur auðvitað en hann virðist samt ekki hafa staðist freistinguna til að nýta þetta tækifæri til að sverta íslenskan landbúnað og þá sem við hann starfa. Við systkinin erum endanlegir eigendur að Coldrock Investments Limted. Skýringin á tilvist félagsins í hluthafahópi Langasjávar ehf. er að eitt af dótturfélögum Langasjávar ehf. þurfti fjárhagslegan stuðning árið 2011 og við nýttum fjármuni sem við áttum erlendis til að auka eigið fé fyrirtækjanna á Íslandi. Við biðjumst ekki afsökunar á því að leggja fjármuni í íslenskt atvinnulíf, hvorki gagnvart Hagaforstjóranum né öðrum.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun