Lífið

Gott að eiga gáfað eldra systkini

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gott er að eiga góða að.
Gott er að eiga góða að.
Að eiga stóran bróður eða stóra systur sem gengur vel í skóla getur skipt sköpum fyrir börn. Þetta eru í stuttu máli niðurstöður rannsóknar sem unnin var af teymum frá háskólanum í Essex og háskólanum í York á Bretlandseyjum.

Í niðurstöðunum kemur fram að gott sé að eiga fyrirmynd í eldri systkinum. Gangi þeim vel í skóla geta þau haft mjög jákvæð áhrif á yngri systkin sín. Eldri systkinin geta haft sérstaklega jákvæð áhrif á námsframvindu þeirra yngri með því að hjálpa þeim með heimanámið.

Birgitta Rabe er ein af meðlimum rannsóknarteymisins og í samtali hennar við breska miðilinn Independent kemur fram að góðar fyrirmyndir í eldri systkinum séu sérstaklega mikilvægar á heimilum innflytjenda sem tala ekki móðurmálið í þeim löndum sem þeir búa í

„Þetta þýðir að börn frá tekjulágum heimilum græða meira á systkinum sem gengur vel, miðað við börn frá tekjuhærri heimium.“

Hægt er að lesa niðurstöður rannsóknarinnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×