Innlent

Rafmagn komið á að nýju í Neskaupstað

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. vísir/gva
Búið er að spennusetja Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, og rafmagn komið á í Neskaupstað að nýju. Neskaupstaðarlínu 1 sló út á níunda tímanum í morgun en erfiðlega gekk að kanna ástæðu bilunarinnar vegna veðurs. Nú rétt fyrir hádegi kom í ljós að aðskotahlutir hefðu fokið á spenna aðveitustöðvarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Landsneti.

Tilraunir til að setja línuna inn aftur báru ekki árangur og var varaafl fyrir bæinn því ræst og var rafmagn komið á um hálf tíu, en skammtanir í gildi.

Ekki hafa orðið aðrar truflanir í raforkuflutningskerfi Landsnets vegna óveðursins í nótt og í morgun, nema straumlaust varð á Seyðisfirði klukkan fjögur í nótt, þegar Seyðisfjarðalína 1 leysti út, en rafmagn var komið aftur á þar um átta mínútum síðar.

Landsnet er með aukinn viðbúnað á bæði Austur- og Norðurlandi vegna óveðursins. Spáð er að vindur geti mælst 20 til 28 metrar á sekúndu um allt norðanvert landið og farið í allt að 40 metra á sekúndu í hviðum.


Tengdar fréttir

Rafmagnslaust í Neskaupstað

Útleysing varð á Neskaupstaðarlínu 1, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun sem olli rafmagnsleysi í Neskaupstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×