Eins og stelpur þurfi frekar að sanna sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. október 2015 08:00 Vísir/Vilhelm Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Það er eins og ég þurfi að sanna mig frekar í þessum tölvuleikjaheimi, því ég er stelpa,“ segir Melína Kolka Guðmundsdóttir, sem er virk í tölvuleikjasenunni hér á landi. Melína starfar hjá fyrirtækinu Ground Zero, sem hefur verið mikilvægur þáttur í heimi tölvuleikja á Íslandi, en þar geta gestir komið og spilað leiki. Melína hefur skipulagt ýmsa viðburði á þessu sviði og vonast til þess að fá fleiri konur í senuna. „Ég held að stundum þori stelpur einfaldlega ekki að kíkja inn á staði eins og Ground Zero. Og mörgum stelpum dettur jafnvel ekki í hug að fara í tölvuleiki, þegar þær eru að leita sér að einhverju skemmtilegu til að gera. Mig langar að sýna fram á að stelpur eiga heima í tölvuleikjum, alveg eins og strákar.“ Melína stendur fyrir viðburði í dag og vonast til þess að stelpur skrái sig til leiks. Keppt verður í leiknum Hearthstone, sem nýtur mikilla vinsælda. Mótið hefst klukkan 14 og er sextán ára aldurstakmark. „Það væri gaman að sjá sem flestar stelpur mæta á þetta mót því það er hellingur af stelpum sem spila þennan leik og aðra leiki hjá okkur í Ground Zero. Þessi týpíska ímynd af „tölvunörd“ er úrelt hugtak. Í dag erum við að sjá alls konar fólk á öllum aldri mæta á Ground Zero til okkar að spila og það er bara frábært!” Melína þarf þó enn að berjast gegn staðalmyndum og lendir stundum í leiðinlegum atvikum. Nú á dögum er vinsælt í heimi tölvuleikja að spilarar sýni beint frá því þegar þeir spila tiltekna leiki. Iðjan er kölluð að „streama“ og hefur Melína verið virk á því sviði. „Ég er mest með um 40 áhorfendur sem horfa á mig spila. En iðulega fæ ég leiðinlegar athugasemdir, menn að biðja mig um að sýna brjóstin og svona. Síðan lendi ég stundum í því að hitta einhverja sem hafa horft á mig spila í gegnum netið. Þá finna þeir sig knúna til að segja mér að þeir séu betri en ég og eru með einhver skot.“ Melína lætur þetta ekki á sig fá og heldur áfram að berjast fyrir fjölgun kvenna í heimi tölvuleikja. Áhugasamir geta fundið upplýsingar um mót dagsins á Facebook-síðu Ground Zero.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira