Tenórar deila Kristján Jóhannsson og Gunnar Guðbjörnsson skrifar 17. október 2015 07:00 Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Við félagarnir deilum ýmsu fyrir utan starfsheitinu tenór. Við höfum báðir átt þess kost að rækta hæfileika okkar í sönglistinni með frábæru fólki og teljum okkur hafa í gegnum árin glatt íslensku þjóðina með söng. Við deilum því líka að hafa kynnst Sigurði Demetz söngkennara snemma á lífsleiðinni. Hann kenndi okkur að röddin væri eins og steinn og fallegur á sinn hátt en sagði jafnframt að ef við slípuðum steininn okkar og fægðum hann af kostgæfni, gæti hann orðið fallegur og skínandi. Um síðustu mánaðamót deildum við félagarnir hins vegar þeirri óskemmtilegri reynslu að hafa fengið uppsagnarbréf frá skólanum sem við báðir vinnum við, skólanum sem er kenndur við gamla söngkennarann okkar. Við vitum í raun ekki hvaða framtíð bíður okkar eða nemenda okkar, hvað þá heldur skólans. Og þar sem við vitum ekki hvað stjórnvöld hafa í hyggju, höfum við áhyggjur. Við hugsum ekki aðeins um okkur sjálfa, nemendurna eða skólann. Við hugsum ekki síður um heila listgrein, sönglistina. Aðgerðarleysi stjórnvalda er á góðri leið með að murka úr henni líftóruna. Samt vitum við félagarnir að fólk úr öllum stjórnmálaflokkum leggur áherslu á mikilvægi okkar starfa, að kennslustörfunum okkar og námi nemendanna verði að bjarga, en ekkert gerist og við vitum ekkert um hvort eða hvernig málunum verði bjargað. Við höfum beðið þolinmóðir en jafnvel langlundargeði tenóra eru takmörk sett.Verður ekki til af sjálfu sér Í vor birti yfir um hríð. Þá leit út fyrir að samkomulag næðist milli Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkis um að fjármagna í sameiningu björgunarpakka til að bjarga tónlistarskólunum í Reykjavík sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda frá gjaldþroti. Forystufólk skólanna, stjórnmálamenn og embættismenn töldu allir að eftir samþykki Alþingis á veigamiklu atriði tengdu samkomulaginu væri skólastarf að hausti tryggt. Bjartsýni ríkti í okkar röðum. En það dimmdi snemma þetta haustið. Þegar skólarnir hófu undirbúning að skólastarfinu í ágúst kom í ljós að ríki gerði ekki ráð fyrir fjárveitingu til björgunarpakkans. Menntamálaráðherra lýsti yfir að hann vildi engan veginn taka á sig skuldbindingu sem væri á ábyrgð Reykjavíkurborgar þó að samkomulagið gerði ráð fyrir að hlutur ríkisins yrði nýttur til að fjármagna nám nemenda á háskólastigi. Ekki sjáum við félagar ástæðu til að skipta okkur af því hver borgar hvað en okkur finnst full ástæða til að fullorðið og skynsamt fólk leiti nú lausna á máli sem fulltrúar allra flokka höfðu sameinast um í vor en að því er virðist gleymt í sumarlok. Stendur málið upp á stjórnmálamenn sem hafa ekki síst notið eldanna sem söngvarar hafa tendrað gegnum tíðina. Sama á að sjálfsögðu við um annað listafólk en því má ekki gleyma að það verður ekki til af sjálfu sér. Oftast nær er listsköpun þess afrakstur þrotlauss náms og æfinga.Stefnir lóðbeint í þrot Frá árinu 2011 hefur mið- og framhaldsstig í söngmenntun verið háð greiðslum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en greiðslurnar duga ekki fyrir kennslukostnaði. Sá kostnaður var ákveðinn í kjarasamningum sem skólarnir höfðu enga aðild að aðra en að greiða hann. Á meðan tónlistarskólar með áherslu á hljóðfæranám glíma aðeins við vanfjármögnun á kennslu þriðjungs nemenda sinna líða heilir 2/3 hlutar söngkennslu fyrir þetta ástand. Og það munar miklu því að bilið milli raunkostnaðar kennslu og þess sem skólarnir fá úr Jöfnunarsjóð eru um 40 prósent. Þá fjármuni klípa skólarnir af skólagjöldum nemenda sem nota á til að greiða rekstrarkostnað. Söngskólarnir eru orðnir svo aðþrengdir að rekstur þeirra stefnir lóðbeint í þrot. En aftur að okkur tveimur. Okkur grunar að einhverjir Íslendingar séu fegnir að við fengum tækifæri til að slípa steinana okkar undir handleiðslu Sigurðar Demetz. Nú viljum við fá tækifæri til að slípa steina næstu kynslóðar án þess að þurfa að lifa í stöðugum ótta um framhaldið. Við skorum á menntamálaráðherra og borgarstjóra að ganga strax til verka og bjarga þessum málum. Ákvörðun um lokun skólans okkar nálgast óðfluga og verður að liggja fyrir áður en nóvembermánuði lýkur. Það er því mikilvægt að bjarga okkur ekki aðeins fyrir horn með einhverjum bráðabirgðalausnum heldur verða stjórnvöld að efna til samtals um framtíð söngmenntunar á Íslandi samstundis eigi henni ekki að vera stefnt í glötun. Við viljum gjarnan, eins og fleiri sem vinna að söngmennt á Íslandi, eiga það samtal.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun