Miklar líkur á eldingum næsta sólarhringinn: Fólki ráðlagt frá því að nota farsíma utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 20:18 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum. Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Miklar líkur eru á eldingum á landinu næsta sólarhringinn. Suður af landinu er stórt og umfangsmikið éljaloft sem mun ná inn til landsins í kvöld. Gætu því orðið ansi kröftug él næsta sólarhringinn og geta eldingar fylgt þeim. Á þetta sérstaklega við sunnanvert landið og alveg upp með Vesturlandi, það er að segja á annesjum á því svæði en ekki inn til landsins. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við eldingum í kvöld og líkurnar séu töluverðar í nótt og bróðurpart morgundagsins. „Samkvæmt spánni er þetta býsna mikið, alveg út nýársdag,“ segir Óli. Hægt er að fylgjast með eldingspá Veðurstofu Íslands hér. Eldingaspákort Veðurstofunnar sýna veltimætti sem er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts. Eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. „Á Íslandi er þetta mest bundið við éljaloftið en það geta komið eldingar með skúralofti yfir sumartímann, en að mestu er þetta bundið við éljaloftið hjá okkur,“ segir Óli. Eldingaveður getur raskað flugáætlun en eldingar valda oft tjóni á heimilistækjum ef þeim slær niður nálægt eða í hús. Er fólki ráðlagt að taka þau heimilistæki úr sambandi sem er hvað viðkvæmust fyrir rafmagnstruflunum. Þá er fólki einnig ráðlagt að tala ekki mikið í farsíma utandyra á meðan þetta ástand varir. „Þeir gefa frá sér rafsegulbylgjur sem geta laðað að sér eldingu. Það á þó að vera nokkuð öruggt að nota þá innandyra,“ segir Óli. Hann segir einnig að ef fólk er statt í bíl á svæði þar sem er eldingagarður, þá sé öruggast að halda sig inni í bílnum. Þá er töluverð hætta á rafmagnstruflunum þar sem eldingar laðast að háspennumöstrum.
Veður Tengdar fréttir Einstaklega óvenjulegur þrumugarðaveggur skall á landinu 30. október 2015 21:52 Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56 Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar Höfðu lítinn áhuga á að vera í vatninu ef eldingu myndi slá niður. 30. október 2015 18:56
Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Gæti dregið til tíðinda á næstu klukkutímum á suðurströnd landsins. 30. október 2015 14:31