Vita hagfræðingar hvað gerist 2016? Lars Christensen skrifar 30. desember 2015 10:00 Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að ljúga – ég er stoltur af spá minni 2006 um að Ísland myndi lenda í harðri efnahags- og fjármálakreppu. Ég er hins vegar alltaf mjög auðmjúkur varðandi þá staðreynd að til að spá einhverju rétt verður maður að miklu leyti að vera heppinn, og almennt tel ég ekki að hagfræðingar, eða stjórnmálafræðingar ef út í það er farið, séu sérstaklega góðir spámenn. Engin námskeið um spár Reyndar er það svo – og það kann að koma flestum sem ekki eru hagfræðingar á óvart – að í hagfræðináminu er ekkert námskeið um „spár“. Það er einfaldlega ekki það sem hagfræðingar læra. Það sem hagfræðingar geta hins vegar gert er að greina áhrif mismunandi breytinga á hagkerfið eða greina áhrifin af til dæmis hækkun lágmarkslauna. Með öðrum orðum eru hagfræðingar mjög góðir í að útskýra eftir á hvað gerðist og af hverju það gerðist. Ástæðan fyrir þessu er að hagfræðingar geta ekki spáð um skyndilega hnykki – til dæmis jarðskjálfta, hryðjuverkaárás eða jafnvel meiriháttar jákvæða tækniþróun – þar sem hnykkur er einmitt skilgreindur sem eitthvað sem maður sér ekki fyrir. Hvað gera þá til dæmis hagfræðingar bankanna þegar þeir reyna að spá um hvað muni gerast í íslenska hagkerfinu 2016? Það fyrsta sem þeir gera er að spyrja hvort núverandi hagvöxtur sé mikill eða lítill í samanburði við einhvern kvarða yfir langtímahagvöxt í hagkerfinu. Þetta er bara einhver mælikvarði yfir sögulegan meðalhagvöxt. Með öðrum orðum: Ef núverandi hagvöxtur er yfir sögulegu meðaltali þá mun hagfræðingurinn „spá“ því að hægja muni á hagvextinum á næstu 1-2 árum niður í hið sögulega meðaltal. Verðbólguspár eru yfirleitt gerðar á sama hátt, og kannski lagaðar að því hvort seðlabankinn hefur verðbólgumarkmið – til dæmis 2%. Ef hnykkur hefur orðið – til dæmis ef Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti verulega – þá reyna hagfræðingar vitanlega að taka það með í reikninginn, en almenna reglan er „afturhvarf til meðalgildis“. Þetta er í raun ekki slæm spátækni, eða öllu heldur það eina sem hagfræðingurinn getur gert, og ég hef persónulega ekkert á móti því. En vandamálið er hins vegar að hagfræðingar eru ekki sérlega áfjáðir í að minna fólk á að það er svona sem þeir spá.Setjið upp spámarkaðiEigum við þá að hætta að hlusta á hagfræðinga? Það finnst mér sannarlega ekki, en við ættum líka að muna eftir brandaranum um að guð hafi skapað hagfræðinga til að veðurfræðingar litu vel út! Við erum ekki betri í að spá um hagvöxt á Íslandi árið 2016 en veðurfræðingar eru í að spá um veðrið sumarið 2016. Ég held hins vegar að það sé dálítið annað sem við gætum gert. Við gætum hlustað á „visku fjöldans“. Það er að segja, við gætum sett upp svokallaða „spámarkaði“. Það eru í raun veðmarkaðir þar sem maður getur til dæmis veðjað á hver raunverulegur vöxtur vergrar landsframleiðslu verður á þriðja ársfjórðungi 2016. Ég hef ekki hugmynd um hver sú tala verður, en ef það væri spámarkaður fyrir verga landsframleiðslu á Íslandi á þriðja ársfjórðungi 2016 er ég viss um að spá hans væri betri en nokkur spá sem ég gæti komið með.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar