Aníta Hinriksdóttir setti nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 800 m hlaupi innanhúss eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. Þá kom hún í mark á 2:01,77 mínútum.
Aníta bætti þar með metið sem hún setti á Reykjavíkurleikunum í fyrra um 0,04 sekúndur en sá tími var einnig nýtt Evrópumet í flokki 19 ára og yngri. Enginn hefur bætt það í millitíðinni og því eignaðist Aníta einnig nýtt Evrópumet í dag.
Aðeins fjórir hlauparar eiga betri tíma en Aníta í ár og tími Anítu er sá sjötti besti á heimsvísu í fullorðinsflokki. Enginn hefur hlaupið hraðar en Aníta í ár í hennar aldursflokki.
Hennar stærsta mót á innanhússtímabilinu verður EM í Prag sem fer fram dagana 6.-8. mars. Þar virðist hún til alls líkleg miðað við árangurinn í dag.
Aníta bætti líka Evrópumetið

Tengdar fréttir

Aníta með glæsilegt Íslandsmet
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi kvenna á Meistaramóti Íslands innanhús í Kaplakrika í dag.