Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár 29. apríl 2015 21:33 Vísir/Auðunn KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum