Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Óskar eftir svörum frá ráðherra um Iðnskólann Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:20 Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Vísir/Aðsent/Stefán Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra vegna ákvörðunar hans um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Bæjarstjórnin vill að ráðherra endurskoði ákvörðun sína og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að bæjarstjórnin óski eftir skýrum svörum frá menntamálaráðherra um ákveðin atriði, sem hún telji ekki nægjanlega skýr við ákvarðanatökuna. Spurningarnar sem um ræðir eru:Óskað er eftir upplýsingum um hvernig yfirvöld hyggjast standa að boðaðri sameiningu skólanna.Með hvaða hætti er áætlað að tryggja áframhaldandi starfsemi í Hafnarfirði?Hvaða námsgreinar er fyrirhugað að kenna í Hafnarfirði?Með hvaða hætti er fyrirhugað að tryggja starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði áframhaldandi störf?Eru áform um að skólagjöld hækki frá því sem nú er í Iðnskólanum í Hafnarfirði?Er áætlað að sameinaður skóli komi til móts við nemendur hvað aukinn ferðakostnað varðar?Óskað er eftir nánari sundurliðun á því í hverju hagræðingin af sameiningu myndi felast.Hver er áætlaður sparnaður ríkisins?Hver er áætluð hagræðing sameinaðs skóla?Er ætlunin að tryggja að mögulegt fjárhagslegt svigrúm sem skapa á vegna hagræðingar verði nýtt til eflingar iðnnáms, í Hafnarfirði sem og annars staðar?Óskað er eftir upplýsingum um hvernig tryggt sé að iðnnám haldist og eflist í Hafnarfirði og hvort ríkið muni gera það að skilyrði í boðuðum samningi um samruna.Óskað er eftir nánari skýringu á hvernig þessi þessi sameining, ef af verður, hjálpar til við að fjölga nemendum í iðngreinum, jafnt í Hafnarfirði sem og annars staðar á landinu.Óskað er eftir upplýsingum um hvort skoðun hafi verið gerð á annarri mögulegri skörun og samnýtingu skóla, t.d. við Flensborgarskóla í Hafnarfirði.Óskað er eftir upplýsingum um hvort þessi aðgerð sé liður í stærri áætlun um eflingu iðnnáms á Íslandi og þá með hvaða hætti. Hvaða aðrar aðgerðir eru í gangi af hálfu stjórnvalda til að ná því marki að efla iðnnám í landinu?Óskað er upplýsinga um skipan í starfshóp ráðherra sem fjallaði um sameiningu skólanna:Var óskað tilnefninga m.a. frá Hafnarfjarðarbæ eða skipaði ráðherra fulltrúa í hópinn án tilnefninga?Hvernig var samráði að öðru leyti við sveitarfélagið háttað Í tilkynningunni segir að Iðnskólinn í Hafnarfirði reki göngu sína til ársins 1928 og eigi því nærri 90 ára sögu í bænum sem ein af grunnmenntastofnunum bæjarins. „Skólinn er með sterk tengsl við samfélagið, bæði fyrirtækin í bænum og grunnskólana auk þess sem bæjaryfirvöld hafa stutt við starfið með beinum hætti. Sú ákvörðun menntamálaráðherra að heimila samruna hans og Tækniskólans ehf. eftir stuttan aðdraganda vekur ugg um að afleiðingar þess verði skellur fyrir iðnnám og skólastarf í Hafnarfirði. Iðnskólinn í Hafnarfirði er eini iðnskólinn hér á landi sem rekinn er af hinu opinbera. Boðuð einkavæðing hans og samruni við Tækniskólann ehf. gengur þvert gegn yfirlýstri andstöðu starfsmanna skólans og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.“ Tengdar fréttir Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Félagið vill sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í áföngum. 29. apríl 2015 15:15 Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra vegna ákvörðunar hans um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Bæjarstjórnin vill að ráðherra endurskoði ákvörðun sína og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að bæjarstjórnin óski eftir skýrum svörum frá menntamálaráðherra um ákveðin atriði, sem hún telji ekki nægjanlega skýr við ákvarðanatökuna. Spurningarnar sem um ræðir eru:Óskað er eftir upplýsingum um hvernig yfirvöld hyggjast standa að boðaðri sameiningu skólanna.Með hvaða hætti er áætlað að tryggja áframhaldandi starfsemi í Hafnarfirði?Hvaða námsgreinar er fyrirhugað að kenna í Hafnarfirði?Með hvaða hætti er fyrirhugað að tryggja starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði áframhaldandi störf?Eru áform um að skólagjöld hækki frá því sem nú er í Iðnskólanum í Hafnarfirði?Er áætlað að sameinaður skóli komi til móts við nemendur hvað aukinn ferðakostnað varðar?Óskað er eftir nánari sundurliðun á því í hverju hagræðingin af sameiningu myndi felast.Hver er áætlaður sparnaður ríkisins?Hver er áætluð hagræðing sameinaðs skóla?Er ætlunin að tryggja að mögulegt fjárhagslegt svigrúm sem skapa á vegna hagræðingar verði nýtt til eflingar iðnnáms, í Hafnarfirði sem og annars staðar?Óskað er eftir upplýsingum um hvernig tryggt sé að iðnnám haldist og eflist í Hafnarfirði og hvort ríkið muni gera það að skilyrði í boðuðum samningi um samruna.Óskað er eftir nánari skýringu á hvernig þessi þessi sameining, ef af verður, hjálpar til við að fjölga nemendum í iðngreinum, jafnt í Hafnarfirði sem og annars staðar á landinu.Óskað er eftir upplýsingum um hvort skoðun hafi verið gerð á annarri mögulegri skörun og samnýtingu skóla, t.d. við Flensborgarskóla í Hafnarfirði.Óskað er eftir upplýsingum um hvort þessi aðgerð sé liður í stærri áætlun um eflingu iðnnáms á Íslandi og þá með hvaða hætti. Hvaða aðrar aðgerðir eru í gangi af hálfu stjórnvalda til að ná því marki að efla iðnnám í landinu?Óskað er upplýsinga um skipan í starfshóp ráðherra sem fjallaði um sameiningu skólanna:Var óskað tilnefninga m.a. frá Hafnarfjarðarbæ eða skipaði ráðherra fulltrúa í hópinn án tilnefninga?Hvernig var samráði að öðru leyti við sveitarfélagið háttað Í tilkynningunni segir að Iðnskólinn í Hafnarfirði reki göngu sína til ársins 1928 og eigi því nærri 90 ára sögu í bænum sem ein af grunnmenntastofnunum bæjarins. „Skólinn er með sterk tengsl við samfélagið, bæði fyrirtækin í bænum og grunnskólana auk þess sem bæjaryfirvöld hafa stutt við starfið með beinum hætti. Sú ákvörðun menntamálaráðherra að heimila samruna hans og Tækniskólans ehf. eftir stuttan aðdraganda vekur ugg um að afleiðingar þess verði skellur fyrir iðnnám og skólastarf í Hafnarfirði. Iðnskólinn í Hafnarfirði er eini iðnskólinn hér á landi sem rekinn er af hinu opinbera. Boðuð einkavæðing hans og samruni við Tækniskólann ehf. gengur þvert gegn yfirlýstri andstöðu starfsmanna skólans og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.“
Tengdar fréttir Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Félagið vill sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í áföngum. 29. apríl 2015 15:15 Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Félagið vill sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í áföngum. 29. apríl 2015 15:15
Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30