Borussia Dortmund á enn möguleika á því að vinna titil á þessu stórfurðulega tímabili hjá félaginu eftir heimasigur á Hoffenheim í þýsku bikarkeppninni í kvöld.
Dortmund vann 3-2 sigur á Hoffenheim í framlengingu eftir að Hoffenheim var 2-1 yfir í hálftíma.
Dortmund var lengi meðal neðstu liða á sama tíma og liðið var að gera fína hluti í Meistaradeildinni. Nú er Dortmund hinsvegar í 10. sæti þýsku deildarinnar og komið áfram í undanúrslit bikarkeppninnar.
Sebastian Kehl skoraði sigurmarkið á 107. mínútu leiksins en hin mörk Dortmund skoruðu þeir Neven Subotic og Pierre-Emerick Aubameyang. Aubameyang jafnaði metin á 57. mínútu.
Kevin Volland og Roberto Firmino komu Hoffenheim yfir eftir með mörkum með sjö mínútna millibili eftir að Neven Subotic hafði skorað fyrsta mark leiksins á 19. mínútu leiksins.
Dortmund og VfL Wolfsburg, sem vann 1-0 sigur á SC Freiburg, eru því komin áfram í undanúrslit þýska bikarsins en á morgun fara hinir tveir leikirnir sem eru Arminia Bielefeld - Borussia Mönchengladbach annarsvegar og Bayer Leverkusen - Bayern München hinsvegar.
